Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 205
Islensk biblíumálshefð
Hér er ekki svigrúm til að rœða þessa skiptingu í einstökum atriðum og því
skal aðeins vikið að afleiddum orðatiltœkjum, þ.e. dœmum um það er ein líking
elur af sér mörg orðatiltœki. Orðatiltœkið fœra e-ð til betri (hœgra/hœgri) vegar
(fyrir e-m) (Sír6,5) er algengt í íslensku og er það kunnugt í ýmsum afbrigðum frá
fornu máli fram til nútímamáls. Líkingin vísar til þeirrar hugsunar að á dómsdegi
muni réttlátirfara til hœgri handar dómaranum (Mar792) en ranglátir á vinstra veg
(Mar792), sbr. (Matt 25,33). Stofnorð orðatiltœkisins eru fjögur: (1 )fœra\ (2) betri; (3)
verri og (4) vegur og í stað hvers þeirra er hœgt að nota önnur merkingarskyld
stofnorð. í stað (1 )fœra eru þannig notuð sagnorðin snúa, ráða, þýða, leggja út,
virða og taka (e-ð) upp\ af (2) betri eru kunn afbrigðin hœgri vegur, hœgri hönd,
góður, betrun, góð endalykt og betra efni\ í stað (3) verri er notað vinstri vegur,
vinstri hönd, afleiðis og til ills og í stað (4) vegur eru loks notuð stofnorðin hönd
og efni. Af einni og sömu líkingu má þannig finna fjölmörg afbrigði sem vita-
skuld eru misalgeng og fer það eftir tíma og bókmenntagreinum hver þeirra
mestrar hylli njóta. í sumum tilvikum hafa afbrigðin fjarlœgst uppruna sinn svo
mjög að merkingu að telja má að um sjálfstœð orðatiltœki sé að rœða, t.d.fœra
e-ð til betra efnis og e-ð má til sanns vegar fœra. Það er einkum áhugavert mál-
sögulega og menningarsögulega að rekja slík orðatiltœki til uppruna síns, gera
grein fyrir breytingum á merkingu og búningi og tengja þau orðatiltœki saman
sem saman eiga en vitneskja um uppruna og upphaflega merkingu er einnig til
þess fallin að varpa ljósi á merkingu og notkun þeirra í nútímamáli. Athuganir af
þessum toga eru því áhugaverðar í sjálfum sér og hafa jafnframt hagnýtt gildi.
Annað dœmi af svipuðum toga er orðatiltœkið steyta fót sinn við steini sem á
rœtur sínar að rekja til Davíðssálma (Sáim9i, 12) og vísar líkingin til þess er ein-
hverjum tekst ekki sem skyldi að feta lífsveginn. Sama hugsun kemur fram í fjöl-
mörgum orðatiltœkjum, orðum og orðasamböndum sem hafa að geyma merk-
ingarþœttina ‘hrasa’ og/eða ‘hindrun á vegi/göngu,’ t.d.: e-m skrikar fótur;
hrasa, hnöggva; drepafœti í e-ð; e-ð verður e-m að ásteytingarsteini; reka sig á;
e-ð verður e-m fjötur um fót; e-ð vefst e-m um fœtur og e-m hlekkist á. Mörg
framantalinna orðatiltœkja má rekja til tiltekinna ritningargreina, t.d. e-m skrikar
fótur, sem finna má á sex ólíkum stöðum í Davíðssálmum og auk þess í 5. Móse-
bók og hjá Jeremía, og e-ð verður e-m að ásteytingarsteini sem á rœtur sínar að
rekja til Jesaja en er einnig notað í Rómberjabréfinu og Fyrra bréfi Péturs. Önnur
slík orðatiltœki er að finna í almennu máli og þeim verður ekki fundinn tiltekinn
staður í Biblíunni. í þessu sambandi virðist mér skipta mestu máli að tiltekin
kristileg lrking nœr að skjóta rótum í almennu málfari og kemur hún fram í ólík-
um myndum. í öllum tilvikum virðist réttmœtt að tala um biblíulegt málfar og
áhrif Biblíunnar á íslenska tungu.
í allnokkrum tilvikum hefur það gerst að skilningur manna á tiltekinni líkingu
203