Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 4
gott verkefni fyrir félagið, því að segja má, að ekki sé fullunnið verkið, meSan
safniS er geymt í handriti á einum staS í landinu. Ég átti því tal um þetta viS
þjóðminjavörS og Svavar Sigmundsson, sem unnið hefur að örnefnasöfnun og
örnefnaskrám á vegum safnins. Af þeim viðræðum varð ljóst, að Þjóðminja-
safninu er m. a. vant fjár til að koma ömefnaskrám í æskilegt horf og þarf enn
á samvinnu og hjálp staðkunnugra manna að halda til yfirlestrar og nokkurra
eyðufyllinga, áður en gengiS verði endanlega frá skrám. Þetta starf tekur
óhjákvæmilega nokkuð langan tíma, og það helzta, sem gera þarf, er þetta:
1. Vélrita safn dr. Stefáns í þrem til fjórum eintökum. Eitt eða tvö eintök
yrðu send félaginu og kunnugum mönnum til yfirlestrar og væntanlega leið-
réttinga og eyðufyllinga, þar sem örnefni vantar, því að seint munu öll kurl
komin til grafar. Þjóðminjasafnið mun sjá um þessa vélritun, ef Sögufélagið
útvegar peninga til að standa straum af kostnaði.
2. Vélrituðu skrárnar yrðu yfirfarnar af kunnugum mönnum, leiðréttar og
auknar, ef þörf reynist. Þessi þáttur starfsins yrði væntanlega í höndum Þjóð-
minjasafns, Sögufélagsins og margra kunnugleikamanna í félagi.
3. AS síðustu má gera ráð fyrir, að örnefnaskrárnar yrðu fjölritaðar í mörg-
um eintökum og dreift. Mætti þá hugsa sér, að eintök yrðu send t. d. byggð-
arlögum og bókasöfnum í Múlasýsluni og einstökum mönnum gæfist kostur á
að fá eintök til eignar.
Á fundi í Sögufélagi Austurlands hinn 23. júní sl. var þetta mál rætt og kom
þar fram eindreginn áhugi fyrir því að ráðast í þetta verk í samvinnu við Þjóð-
minjasafnið og leita fjárstyrkja til að skila hinu merkilega starfi dr. Stefáns
Einarssonar svo vel unnu sem tök eru á í hendur almennings og fræðimanna til
fróðleiks og afnota. Þetta verður vinnufrekt verkefni, og væntir félagið þess
að njóta fulitingis kunniigleikamanna víðs vegar í Múlasýslum og þeirra að-
ila, sem væntanlega þarf að leita til um styrki til þess arna. -— Á. H.
GAMLAR MYNDIR
Það mun hafa verið laust fyrir 1910, ef ég fæ getið nærri, að einhverju sinni
sem oftar var haldinn dansleikur á Borgarfirði. Þá gerðist það, að nokkrir af
ungu mönnunum, sem þarna voru saman komnir, brugðu sér í nokkrar brönd-
óttar í staðinn fyrir að dansa við stúlkurnar. I þessum sviptingum slasaðist
einn þeirra á bandlegg.
Það voru höfð snör handtök. Þessir strákar gátu svo sem fleira en flogizt á
eða dansað. Báti var hrundið á flot, þrir af félögum hins slasaða settust undir
árar í sparifötunum og rerti með hann á Seyðisfjörð til læknis.
Er þangað kom var runninn nýr dagur. Hinuni slasaða var komið til læknis-
ins, en ræðararnir þrír iölluðu sig til ljósmyndarans og iétu taka af sér mynd
í tilefni dagsins. Augnablikinu var bjargað frá gleymsku.
Það voru ekki sérlega þreytulegir unglingar, sem þarna stilltu sér upp fyrir
framan myndavélina eftir bali, giímu og átta khikkustunda róðiir.
Með ljósmyndavélinni kom til skjalanna ný tækni í geymd menningarsög-
unnar og hefur sú tækni mikið verið notuð. Hitt er svo annað mál, að erfitt
er að verjast þeirri hugsun, að þessari tækni mætti beita til enn meira gagns,