Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 72
70
MÚLAÞING
ar hafi átt Guðmund Skúlason Loftssonar ríka. Er hér um auðmenn
að ræða og hæfilegt giftumál dóttur Jóns að eiga Guðmund, sem
var prestur á Melstað. Sonur þeirra, kannske sá elzti, er eðlilegt að
heiti Þorvarður, afanafni Jóns Maríuskálds, og sjálfleiddur að ætt-
arjörðinni Egilsstöðum. Annar heitir Loftur, eða dóttir þeirra á
Loft. Þau láta heita Sesselju, móðurnafni Jóns Maríuskálds. Svo
heitir einn bróðirinn Brandur. I Æviskrám segir um Brand lög-
mann Jónsson, að dóttir hans laungetin hafi átt Guðmund Skúla-
son — „ef til hefur verið,“ segir þar, og þyrfti svona ættarsmíði að
fara þverrandi. Hitt blasir við, að Brandur gat gift þessa dóttur
Jóns frá sér, en þeir Brandur og Jón voru miklir vinir og hafa
sennilega verið fóstbræður. Dóttir Jóns Maríuskálds vill auðvitað
eiga son með Brands nafni, og leyfi til að bera nafn manna, meðan
þeir eru enn lifandi, þekktist fram á 19. öld. Sú kenning hefur hins
vegar komið fram og er ekki ný, að Brandur hafi verið sonur Jóns,
en þá þarf Jón að vera kominn k áttræðisaldur, þegar hann tekur
að sér að reka Hólabiskupsdóm 1457 eftir Gottskálk Keniksson lát-
inn. Því mun óhætt að hafna. Þau Eiðasystkin, þrjú, eru öll ung,
þegar forfeður þeirra deyja 1403 og fara öll til Norðurlands til upp-
eldis, og Jón kemur inn í söguna ungur, umkomulítill auðmaður,
sem með auði sínum standa allar dyr opnar, en það var siðurinn,
að þeir ríkustu réðu mestu. Jón hefur sennilega alizt upp í Ási hjá
Jóni lang, getið 1429, Finnbogasyni í Ási, getið 1393. Sá Jón var
faðir Benedikts langs langafa séra Einars í Eydölum Sigurðssonar,
en Benedikt er í einni heimild talinn bróðir Brands lögmanns Jóns-
sonar, svo að Brandur er sonur hans líka. Fáir aðrir en Ásmenn hafa
getað tekið umboð í auði Jóns, meðan hann vex úr grasi. Hefur
auðveldi Ásmanna styrkzt mjög af auði Jóns og lýkur með samruna,
er Jón fékk Þórunnar Finnbogadóttur. Og þeir eru margir þeir Ás-
bræður, synir þeirra Jóns fæddir fyrir og um 1400. Finnbogi er
einn, getið 1418, faðir Þórunnar konu Jóns Maríuskálds. Sigurður
hefur verið einn, getið í Hóladómi 1430, líklega faðir Ara föður
Jóns biskups. Sumir hafa ekki séð hinn mikla upphafsauð Jóns
biskups annars staðar en frá Ási kominn, en til að fá Hólastól og
Odda, tvö rík umboð, þurfti óhemjuríkan mann, en þau fékk Jón
biskup samtímis. Og síðan er biskupskjör hans tæpast öðruvísi til