Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Qupperneq 87
MÚLAÞING
85
um, reyndar óljósum, að tengdir hafa orðið með Eiðamönnum og
Hofverjum í Vopnafirði, afkomendum Þorvarðar hirðstjóra Þór-
arinssonar, d. 1296, og er helzt til nefnd Solveig dóttir Þorvarðar, er
gifzt hafi í Eiða. Þorvarður var valdamaður, en þess er ekki getið
um neina Eiðabændur, og hann mun hafa auðgazt drjúgum á þeirri
aðstöðu, og Hofverjaauður er mikill við fráfall Þorvarðar. En stað-
festa hans, Hof í Vopnafirði, gekk undir forræði kirkjunnar og þar
með mikið fé, er þar stóð í auði. Þorvarður átti fyrst Solveigu Hálf-
dánardóttur á Grund Sæmundssonar í Odda Jónssonar, en fyrir
staðamál stóð saman mikill auður í Odda, en hlaut að dreifast mik-
ið með mörgum erfingjum, og að iokum hvarf Oddi undir kirkjuna.
Þorvarður mun þó hafa fengið nokkurt fé með Solveigu, en kostn-
aðarsamt varð honum á Sturlungaöld, sem saga vottar. Þorvarður
gerðist handgenginn Magnúsi konungi Hákonarsyni, er kallaður var
lagabætir og sendi tvær lögbækur til íslands, Járnsfðu og Jónsbók.
Við hina fyrri kemur Þorvarður. Nú segir það saga, að Magnús
konungur hafi gift Þorvarði ekkju þá, er Ragnhildur hét, í Hlíð, og
verður að skilja þetta svo, að í þessu hafi Þorvarður fengið veizlu
af Magnúsi konungi, sem fyrst og fremst var í því fólgin að gefa
honum fé til jafnræðisgiftingar við ekkju þessa, sem verið hefur
forrík, fyrst það er konunglegt mál að gifta hana, sem á að vera til
styrktar ríkinu og sambandinu við ísland. Þetta kvonfang Þorvarð-
ar varð árið 1279. Með þessu hefur Þorvarður orðið stórríkur mað-
ur, og þótt fé hans eyddist nokkuð á Islandi, hefur máli Ragnhildar
eigi eyðzt og gengur til barna þeirra, hafi þau einhver verið. Nú var
það eðlilegt, að Þorvarður láti heita Solveigu eftir fyrri konu sinni,
ef hann hefur átt dóttur með Ragnhildi. Solveig gat verið fædd um
1280, og á líkum aldri er Karl Arnórsson og lifandi, er hann bætir
kirkjunni á Eiðum skógarskemmdir, sem óhætt sýnist að álykta, að
orðið hafi víða austanlands í eldgosunum miklu 1341. Dóttir Karls
hét Ragnhildur, og það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm,eins og skáld.
ið sagði, og nú verður það, að þetta nafn fylgir Eiðaættinni eins
og skugginn manninum. Og það er eins og Eiðaætt hafi einkarétt á
þessu nafni. Það er ekki hægt að segja um það með neinni vissu,
hvort það hefur þekkzt í öðrum ættum, svo margt er gleymt á ferli
mannanna, en víða kemur það fyrir án þess að verði að augljósri