Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Síða 96
94
MÚLAÞING
firðingum, m. a. bræðrum Solveigar, Birni og Einari, sem rændu
Guðmund ríka Arason mág sinn stórauði og dæmdu hann útlægan,
en voru nú heldur liðamótalitlir, þar sem Einar leysti sundur í lið-
um af kali á Stað í Hrútafirði fyrir 1450, en Björn var brytjaður
niður í poka á Rifi 1467. Sesselja giftist aftur og lætur óðal sitt
fyrir róða. Það hefur eitt systkina hennar tekið, þótt eigi sé þekkt,
enda engin þekking nú á tímum, eða að þessu, á ættarbrigðaréttin-
um. Hún giftist Hallsteini Þorsteinssyni á Barði í Fljótum, og er
móðir hans Olöf dóttir Arna Dalskeggs, og sýna þessi giftumál
frændsemi Árna við Eiðaætt. Sesselja er forrík og Hallsteinn sömu-
leiðis, og nú leita þessi hjón til arfseignar Sesselju úr Eiðaætt á
Fljótsdalshéraði. Þau setjast að á Víðivöllum í Fljótsdal, og kemur
í ljós, að þau eiga einnig Skriðu í Fljótsdal og Hvanná á Jökuldal
— mestallan eða allan Jökuldal hafa Eiðamenn átt. Nú stofna þessi
hjón klaustur á Skriðu og gefa til m. a. Hvanná. Fleiri verða til
slíks, og gefur Þorvarður Hákarla-Bjarnason Hrjót í Hjaltastaða-
þinghá. Vitaskuld kemur Sesselja með öll sín börn austur, því að
víst má telja, að ráðahagur hennar við Hallstein takist stuttu eftir
1470. Ekki er það þó öruggt, að þau komi austur strax, en 1485 er
Hallsteinn sýslumaður í Múlaþingi. Nú vilja menn helzt láta öll
þessi börn deyja og nefna frekast til pestina síðari 1496 til að vinna
á þeim, en á þeim tíma stofnuðu þau hjón klaustrið í Skriðu, sem
þá er talin rík jörð, m. a. að rekum og öðrum hlunnindum. Þetta
nær engri átt. Sum þessara barna eru við fertugsaldur í pestinni og
hafa verið búin að staðfesta ráð sitt, og vitanlega erfa þessi börn
eignir Sesselju í Hvolsauð og gátu farið þangað suður. Það er ein-
hver dætra Sesselju og Einars Ormssonar, sem er móðir séra Ein-
ars í Vallanesi./’id slæ ég föstu, og Einar prestur ber nafn Einars
afa síns, Einars Ormssonar. Þetta kallast sannarlega „góð rót“ í ætt.
Það gæti verið Ingibjörg, shr. dótturnafn séra Einars, og hún á
þennan Árna föður þessara systkina. Hver hann er, verður líklega
aldrei fundið, en Þorsteinn sonur Árna Dalskeggs býr í Múlaþingi
og var faðir Árna prests á Valþjófsstað, þar fyrir 1485. Af þessari
ætt hefur Árni verið, skyldur Hallsteini. Hann gat hafa dáið ungur,
og sennilega hefur Einar prestur verið yngstur systkinanna, en Ragn-
hildur elzt -— uppáhaldsnafnið í ættinni. Hún var prestskona í