Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Side 146
144
MÚLAÞING
undan yfirráðum biskups, sem þó hefur engan árangur boriö. Eftir
1273 virðist Þorvaröur ekki hafa haft aðsetur á Austurlandi. Und-
anfarin misseri hafði Þorvarður sýslu á Suðurlandi (Biskupas. I.
bls. 338) og hafði þá aðsetur í Odda fyrst í stað.
Hirðstjóraumboð hefur hann liklega verið búinn að missa.
Magnúsi konungi hefur vafalaust þótt Þorvarður erfiður í sam-
bandi við lögbókina og fundið inn á sjálfstæðishneigð hans og ein-
ræðis, enda hefur Árni biskup gert það, sem hann gat, til að draga
lir völdum Þorvarðar. Það kom greinilega í ljós, eftir því sem tím-
ar liðu, að þeim Þorvarði og biskupi samdi illa. Þorvarður flutti
frá Odda, eftir að hann hafði hafzt þar við einn vetur og settist að
á Keldum, og þar er hann 1277 og skrifar þá konungi m. a. þetta:
„.... Herra j orðlofi ad tala, giet eg flestum verda ei allhægt ad
stiorna rijkinu nema þeim sem hann [leggur höndur og höfn a
(heldur og leggur hönd á) sem hann vill. Er og svo mikid rijki
hanz a landinu, ad yðrer menn skulu varla so vid horfa sem þeir
þykiast mannan til hafa, edur skaplynde .... þingi voru i sumar
riedu þeir Rafn og biskup höfðu skamt og meðal lage skilvijst ad
þvi ad sumum þotte. Lögsögumadur var ogreidur og skaut flestum
máluin vndir biskupz dom og annara manna þeirra er syndist, af
lögriettu mönnum nyttist lytid.“ (Fbr. II. bls. 138—139).
Það leynir sér ekki, að það er þungt í Þorvarði, þegar hann skrif-
ar þetta bréf. Árni biskup skrifar konungi um sama leyti og segir
m. a., að hann „kveðst nær við alla handgengna menn vel koma
skapi utan við Þorvarð, en segir þó engin sakferli þeirra milli. . . .“
(Biskups. I. bls. 345).
Þess er áður getið, að Þorvarður hafi um þessar mundir haft
sýsluvöld á Suðurlandi. Úfar þeir, sem risu á milli Þorvarðar og
biskups, stöfuðu af því, að Þorvarður vildi koma fram refsingum
við skillitla menn, sem biskup varði fyrir honum, og vísar Þor-
varður til þess í bréfi sínu til konungs. Svo virðist sem Þorvarður
hafi orðið undir í þessum deilum, enda mun hann hafa sótt málin
af allmikilli frekju, eins og eftirfarandi ummæli hans sýna: „Þor-
varður gekk þá til dómsmanna ok segir: „Segið upp dóminn, en
hann mun ek að éngu hafa, nema mér getist vel að honum.“ Byskup
var nær ok mælti: „Ek fyrirbýð yðr at segja upp þenna dóm, nema