Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 147
MÚLAÞING
145
Þorvarðr játi at halda hann í alla staði“.“ (Biskupas. I. bls. 340).
Þessi orðaskipti sýna, að þarna eigast við kappsmenn, sem ekki
létu röksemdir ráða afstöðum sínum til mála eða hugðust vægja
hvor fyrir öðrum. Þorvarður lét því ekki nægja bréfið til konungs,
sem áður getur. Hann fór utan 1277, og þá fóru einnig utan Hrafn
Oddsson og Sturla Þórðarson. Þeim hefur líklega þótt vissara að
láta Þorvarð ekki vera einan til frásagna hjá konungi. Óvíst er,
hvernig erindin hafa gengið, og allt er fremur óljóst um völd Þor-
varðar upp frá þessu. í þessari ferð mun Þorvarður hafa verið sleg-
inn til riddara ásamt þeim Hrafni og Sturlu. Varla hefði konungur
slegið Þorvarð til riddara, ef hann hefði svipt hann öllum völdum.
Það verður því að gera ráð fyrir því, að eitthvert umboð hafi Þor-
varður farið með fyrir konung framvegis. Hann var í Noregi til
vors 1279, að hann fór heim til íslands. Þótt þess sé ekki getið, að
hann hafi verið viðstaddur, þegar bein Odds bróður hans voru leyst
og jarðsett, er ótrúlegt, að hann hafi ekki verið þar nærstaddur.
Þrátt fyrir allar erjur þeirra Arna biskups og Þorvarðar var Þor-
varður meðal þeirra, sem tilkynntu í Skálholti 1275 með bréfi til
konungs, að Kristinréttur hinn nýi hafi verið lögtekinn á Alþingi.
(Fbr. II. bls. 125).
Þorvarður fer enn utan 1281 og virðist hafa verið óslitið utan-
lands til 1288, að hann kom til íslands. Ekkert er kunnugt, hvað
Þorvarður aðhafðist utanlands allan þennan tíma. Líklegt er, að
hann hafi haft eitthvert embætti hjá konungi. Ég hef einhvers stað-
ar lesið, að Þorvarður hafi kvænzt í Noregi, en í þeim heimildum,
sem nú eru tiltækar, sést þess ekki getið. Hafi svo verið, hefur Sol-
veig kona hans verið látin 1281, og getur verið, að svo hafi verið.
Solveigar er hvergi getið, nema í sambandi við brúðkaup hennar.
Hins vegar getur Þorvarðar sem stuðningsmanns mága sinna, Hálf-
dánarsona frá Keldum, þegar þeir deildu við Arna biskup um
Oddastað, eins og segir í sögu Árna biskups.
Þorvarður hefur nú verið samfellt á íslandi frá 1288 til 1295 og
þá búið í Arnarbæli í Ölfusi. Þar heimsótti Jörundur Hólabiskup
Þorvarð, sem hélt honum fagra veizlu, eins og segir í sögu Árna
biskups. Hafi Þorvarður samið Njálu, hefur hann gert það á þess-
um árum, Hann var nú orðinn roskinn maður og óvíst, hvort hann