Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1967, Page 170
168
MÚLA.ÞING
vaningum, enda fóru þeir ekki langt. í svonefndum Hellisfjörubökk-
um kleif Sveinn niður og tíndi fjólur og blágresi í fallegan vönd og
færði konungi, sem varð glaður við. Síðan var gengið upp að Nesi,
og virti konungur fyrir sér bæina og sveitina og lauk lofsorði á,
hve grösugt væri og útsýni fagurt. Hann skoðaði einnig bæinn og
leit inn í hús, er opin stóðu, en enginn maður var þar heima, því
að þaðan höfðu allir farið.
Þá var gengið upp Nestúnið og upp á svonefndar Engjar og
Engjabrúnir og litazt um. Konungur hafði við orð að ganga á
fjallið, en af því varð ekki og haldið niður að Neshjáleigu.
Sveinn sagði svo frá síðar, að sér hefði í hug komið að bjóða
konungi inn, en af því varð þó ekki, og engar viðtökur hlaut kon-
ungur í Loðmundarfirði aðrar en af hendi Sveins. Sveinn fylgdi
þeim síðan til sjávar. Þar ítrekaði konungur boð sitt til Sveins, en
þar sat við sama. Niðri í lendingu kvaddi konungur Svein með
virktum; óskuðu þeir hvor öðrum heilla, en sáust ei síðar.
Jafnskjótt og konungsbáturinn kom að skipshlið, var létt akk-
erum og siglt til Seyðisfjarðar.
Sögumaður stóð á bryggjunni á Seyðisfirði, þegar konungur og
fylgdarlið hans kom í land. Ný trappa hafði verið sett við bryggj-
una og klædd með dúk, einnig var hlið, þar sem gengið var upp á
bryggjuna. Allt var fánum skrýtt. Lítið man ég frá hátíðinni, en
minnisstæðir eru mér pípuhattarnir, sem minntu mig helzt á eld-
húSstrompana í Loðmundarfirði. Á stöku stað var bláhvíti fáninn
uppi bæði á húsum og bátum, og vakti það óánægju bæði í fylgd-
arliði konungs og hjá Seyðfirðingum, sem ekki vildu móðga kon-
ung. Sumir þessir fánar voru skornir niður af heimamönnum. Það
þótti þó bót í máli, að sumir höfðu dregið bæði þann danska og
íslenzka að hún.
Þess má að lokum geta, að Sveinn þóttist skilja það á konungi,
að orsökin til þess að hann fór ekki með bátnum, hefði verið sú,
að hinn ólöglegi fáni var uppi. Ekkert þarf að vera ótrúlegt við
þetta. Konungur sér, að bæirnir standa auðir og Sveinn á frískum
fótum. Hér liggur eitthvað sérstakt til grundvallar. Gat það ekki
verið konungöhollusta; ekkert meta konungar meir, hver sem í hlut
á. Þetta styður einnig það, hve mikið kapp konungur leggur á það,