Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 60

Þjóðmál - 01.06.2010, Síða 60
58 Þjóðmál SUmAR 2010 barm og sjá hverjir eru að bregðast beinhörðum gildandi lagafyrirmælum, en eru ekki að fara á svig við eftiráreglur, sem fremur eru sóttar í athugasemdir en lög . Það var því auðvitað engin vanræksla eða mistök að þrengja ekki um of reglur um veð í viðskiptum við Seðlabankann við þær aðstæður sem uppi voru frá haustinu 2007 fram að banka­ hruni 2008 . Þar var um að ræða meðvitaðar ákvarðanir, byggðar á skýrum lagafyrirmælum um að það væri bankastjórnarinnar að meta veð, og skýrum lagafyrirmælum um að eitt af megin verkefnum Seðlabankans væri að standa vörð um og stuðla að virku peningakerfi í landinu sem hann þjónaði . Það tókst honum meira segja að gera eftir allt hrun og verður ekki flokkað undir neitt annað en afrek af hálfu starfsfólks bankans og þess fjölda fólks sem sótt­ ur var út fyrir veggi hans til aðstoðar . Ein aðferð til að meta hvort viðbrögð Seðla­ bank ans hafi verið óeðlileg er að líta til þess sem gert var annars staðar, því eldurinn brann víðar en á Íslandi . Ef litið er til Vesturlanda sést að seðlabankar og ríkisstjórnir gripu til margvíslegra aðgerða til að auka aðgang fjár­ málastofnana að lausafé eins og áður hefur verið nefnt . Í Evrópu og Bandaríkjunum var farið í yfirtöku ríkissjóða á bönkum . (Þáverandi fjár­ málaráðherra Bandaríkjanna gefur til kynna í nýút kominni ævisögu sinni að flestar hans aðgerðir, samningar og niðurstöður við banka í nauð, hafi verið án skriflegra orðsendinga, gerðar af honum sjálfum í gegnum síma, oftast án þess að hafa nokkur skrifleg gögn við höndina .) Á þessum tveimur svæðum var einnig farið í eiginfjárinnspýtingu, veitingu ríkisábyrgða og ekki síst í umtalsverða rýmkun á reglum um veð í viðskiptum við seðlabanka . Danski seðla­ bankinn greip til þess ráðs að lána bönkum án trygginga . Í raun fela þær aðgerðir sem tíund­ aðar eru hér að framan í sér stuðning, þar sem eina tryggingin er í eignum fyrirtækjanna sem hans njóta . Það eru hliðstæðar eða lakari trygg­ ingar en felast í óvörðum skuldabréfum fjár­ mála stofnana . Hvað íslensk stjórnvöld varðaði var lausafjárfyrirgreiðsla Seðlabankans eina raunhæfa leiðin til að aðstoða banka . Íslenska ríkið hafði ekki aðgang að erlendu lausafé nema í takmörkuðum mæli . Íslenska bankakerfið var hið stærsta í heimi sem hlutfall af landsframleiðslu heimalandsins . Aðgerðir sem fælu í sér yfirtöku, hlutafjárframlög eða veitingu ríkisábyrgðar voru því mikið hættuspil . Til þeirra mátti því ekki grípa fyrr en hrun viðkomandi stofnunar blasti hvort sem var við að öðrum kosti . Þá væri hægt að réttlæta slíka aðgerð, enda væru raunhæfar líkur á að hún kynni að takast . Í kjölfar bankahrunsins sást að Seðlabankinn var með 273 milljarða króna í fasteignabréfum og öðrum eignum fjármálastofnana í sínum bókum . Þær tölur sýna svart á hvítu að Seðla­ bankinn hafði aflað sér annarra trygginga en „óvarinna“ bankabréfa . Í veðbókum bankans var saman kominn mjög stór hluti af öllum fasteignaútlánum bankakerfisins auk annarra eigna . Lausleg athugun bendir því til að með þessum eignum í bókum bankans, og „óvörð­ um“ veðum í bönkunum sjálfum, hefði Seðla­ bankinn sloppið því sem næst skaðlaus af veðlánum sínum, ef forgangsröð krafna hefði ekki verið breytt með lögum . „Hugleiðingar“ nefndarinnar í þessu tilviki eru því með öllu án grundvallar . Eftir breytingu á forgangskröfuröð verður „tjón“ (fremur kostnaður við björgunar­ aðgerðir) Seðlabankans af tilraunum sínum til að halda lífi í peningakerfinu eins lengi og frek­ ast var unnt, líklega 150 – 200 milljarðar króna (einkum vegna neyðarlaganna) . Nú er áætlað að Innan við 5% af heildartjóninu lendir því á Seðla bankanum (innan við 2% án neyðarlaga) og hlýtur það á alla mælikvarða mælt að teljast ótrúlega vel sloppið . Um leið tókst Seðla bankanum að verja gjaldeyrisforða sinn svo að þar tapaðist ekki neitt, en algengt var að í öllu þessu umróti töpuðu seðlabankar á milli 15 og 25% af gjaldeyrisvarasjóðum sínum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.