Þjóðmál - 01.06.2010, Side 72

Þjóðmál - 01.06.2010, Side 72
70 Þjóðmál SUmAR 2010 Og þá horfir nefndin af óskiljanlegum ástæð­ um fram hjá því að allir þeir aðilar sem þarna lögðu sitt af mörkum til ákvarðanatöku höfðu annað hvort sjálfir eða þeirra nánustu trúnaðar­ menn hist vikulega í Seðlabankanum til að undir búa sig nákvæmlega undir atburði af þessu tagi . Þessi samráðsstarfsemi fór fram að frum­ kvæði bankastjórnar og færðist undir stjórn ráðuneytisstjórans í forsætisráðuneytinu, hag­ fræðingsins Bolla Bollasonar, sem var nánasti trún aðarmaður forsætisráðherrans, hagfræð­ ings ins Geirs H . Haarde . Er nefndin virkilega í fullri alvöru að viðra hugmynd um að brýnasta verkefnið hafi verið að setja niður á pappír þessa helgi, sjónarmið sem allir sem þarna komu að þekktu út í hörgul? Nánar er um þessi atriði fjallað í samantekt í lok þessara andmæla . Þegar forsætisráðherra kynnti tilboð ríkisins fyrir bankastjóra Glitnis, formanni bankaráðs Glitnis og tveimur hæstaréttarlögmönnum, sem með þeim voru, lýstu þeir engum annmörkum sem væru á því að bankinn gæti áhættulaust tekið tilboðinu . Mjög erfitt hafði reynst lengi fyrir Seðlabankann að fá upplýsingar um hugs­ an legar gjaldfellingar skuldbindinga vegna marg vís legra breyttra aðstæðna, hvort sem lytu að breyttu áliti matsfyrirtækja eða breyttu eignar haldi . Bankarnir gáfu glöggt til kynna að það væri utan við verkahring Seðlabankans að sækjast eftir slíkum afmörkuðum upplýsingum . Fjár mála eftirlitið studdi þessa afstöðu . Þetta geta embættismenn Seðlabankans staðfest . Þó hafði Seðlabankanum tekist að afla allnokkurra upplýsinga um þetta, eins og t .d . skjal frá 18 . júní 2008 ber með sér . En meginatriðið er, og hlýtur að liggja í augum uppi, að ríkið var aðeins að gera tilboð og stjórnendum viðkomandi banka var auðvitað skylt að upplýsa að fyrra bragði hvort annmarkar væru á því að slíku tilboði yrði tekið . Hlýtur það að teljast saknæm hegðun hafi þeir aðilar setið inni með slíkar upplýsingar án þess að geta þeirra . Augljóst má vera að ríkið var ekki bundið af tilboði sínu ef ljóst væri að fyrirsvarsmenn bankans hefðu að yfirlögðu ráði ekki skýrt frá slíkum grundvallaratriðum . Það eru því allt að því óskiljanlegir tilburðir sem felast í þessari „hugleiðingu“ að flytja ábyrgðina í þessum efnum yfir á embættismenn, í þessu tilviki bankastjórnina . Þar er a .m .k . mjög langt til seilst, svo ekki sé meira sagt og fjarri því að geta talist málefnaleg framsetning . Og nefnd­ inni virðist yfirsjást að ríkisstjórnin átti aðeins tvo kosti þegar þarna var komið . Hún gat látið vera að aðhafast nokkuð . Þá hefði ekki þurft um bankann að binda . Hins vegar gat hún leitast við að koma bankanum til hjálpar, sem ætla mátti að væri raunhæft ef marka mátti reikninga bankans fram á mitt ár 2008 og treysta því, að þeir sýndu réttilega stöðu hans, eins og endur­ skoðendur höfðu fyrirvaralaust staðfest og Fjármálaeftirlit ekki talið ástæðu til að vefengja . Hugleiðing“ nefndarinnar um að Seðlabankinn hefði átt um þessa helgi að leggja fram skriflegt mat og gera stjórnvöldum skriflega grein fyrir því að árangur af hugsanlegum að gerðum þeirra ylti aðallega á trúverðugleika, er æði sérkennileg . Þetta voru alkunn sannindi í augum þeirra sem þarna komu að ákvörðunum . . . . Þessi samráðsstarfsemi fór fram að frum kvæði bankastjórnar og færðist undir stjórn ráðu neytis­ stjórans í forsætisráðuneytinu, hag fræðingsins Bolla Bollasonar, sem var nánasti trún aðarmaður forsætisráðherrans, hagfræð ings­ ins Geirs H . Haarde . Er nefndin virkilega í fullri alvöru að viðra hugmynd um að brýnasta verkefnið hafi verið að setja niður á pappír þessa helgi, sjónarmið sem allir sem þarna komu að þekktu út í hörgul?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.