Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 25
23
gjjTCl(E|
2. mynd. Staðlaheimurinn í eLearning
innan kerfanna (iv) Lýsigagnagrunnur (LOM),
sem inniheldur staðlaða eiginleika sem lýsa
námsefninu.
Fram hefur komið að það eru þrjár tegundir
staðla sem stuðst er við í námsumhverfinu.
Staðlar sem lýsa og bjóða aðgengi að
námsefninu eins og t.d. SCORM, staðlar um
hvernig á að geyma upplýsingar um nám
einstaklinga eins og LTSC (IEEE Leaming
Technology Standardization Committee), PAPI
og IMS LIP, og þriðji hópurinn samskipti milli
þessara upplýsinga og annarra utanaðkomandi
aðila eins og t.d. Hagstofunnar. Þessum
stöðlum verður ekki lýst hér nánar en bent er
á vef CEN/ISSS.
Ljóst er að mikill áhugi er fyrir hendi á
alþjóðlegum vettvangi fyrir því að ná sátt
um þessa staðla og hérlendis til að mynda
hefur menntamálaráðuneytið sett af stað
samstarfshóp sem vinnur að því að innleiða
staðla í þau námsstjórnunarkerfi sem eru notuð
hér á íslandi (sjá nánar stadlar.menntagatt.
is). Þrátt fyrir mikinn áhuga ber að hafa
eftirfarandi í huga varðandi staðla í heimi
tæknistudds náms:
• það verður aldrei einn staðall, töfrastaðall
eða hópur sem mætir þörfum allra
• flestir staðlar og lýsingar sem nú er
stuðst við munu halda áfram að þróast,
þ.e. breytast og verða hæfari til þess að
uppfylla þarfir okkar.
Gæðatrygging
Ætlunin með Snjöllu námsveri er að það
aðstoði starfsmann fyrirtækis í að stjórna
símenntunarferli sínum, skilgreina náms-
þarfir og leita að námsefni við hæfi. Eitt
meginmarkmið Snjalls námsvers er að það leiði
til árangursríkara náms. Nemandi getur ekki
náð árangri nema hann treysti verkfærunum og
námsefninu sem honum stendur til boða. Með
aukinni upplýsingatæknivæðingu og úrvali
kerfa og gagna, gera notendur auknar kröfur
um að þeir geti treyst kerfunum. Notendur
byggja traust sitt á ýmsum þáttum svo sem
gæðum efnisins, hvernig þeir upplifa öryggi
kerfanna, áreiðanleika þeirra, þ.e. hvort þau
bili og hvort þau uppfylli væntingar þeirra um
virkni. Notendur byggja einnig traust sitt á því
hvort þeir eigi auðvelt með að nota þau. Þessi
kafli fjallar um síðastnefnda þáttinn.
Markmið með nytsemisprófunum á Educa-
Next kerfinu voru að greina vandamál eða
villur í samskiptum notenda við hugbúnaðinn.
Við þróun á EducaNext hafa verið gerðar
nytsemisprófanir á kerfinu á tvennan hátt.
í fyrsta lagi var framkvæmt spámat sem er
svo kallað því nytsemissérfræðingar skoða
notendaviðmótið og reyna að sjá fyrir hvaða
villur notendur muni hugsanlega gera. Við
spámatið hefur nytsemissérfræðingurinn
lista af tíu til fimmtán atriðum sem eru
leiðbeiningar um bestu venjur við hönnun
notendaviðmóta. Ef leiðbeiningunum er ekki
fylgt í einhverju tilviki, skráir sérfræðingurinn
það sem villu. í öðru lagi hefur verið gert
notendapróf með raunverulegum notendum,
þ.e. kennurum og stjórnendum í háskóla.
Ákveðin verkefni eru lögð fyrir notendur í
raunumhverfí þeirra og fylgst með hvort þeir
geri villur. Markmiðið með notendaprófunum,
fyrir utan að greina villur, er að mæla hvort
notendur geti framkvæmt verkin villulaust
annars vegar, þ.e. árangur (e. effectiveness)
og hve nýting þeirra er með tilliti til tíma (e.
effíciency). Við lok notendaprófsins er einnig
mæld ánægja notenda með því að leggja fyrir
þá spurningar.
Þótt slík próf séu mjög gagnleg, eru flestir
sammála um, að þau séu gerð heldur of seint
í þróunarferli hugbúnaðarins og reyna ætti að
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004