Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 120

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 120
118 þannig tryggt að allir hafi haft tækifæri til að koma sfnum sjónarmiðum að. Til að mat geti talist sannfærandi verður matsaðili að búa yfir nokkurri þekkingu á viðfangsefninu. Það má vera að í upphafi búi hann aðallega yfir þekkingu á matsaðferðum, en að mati loknu ætti hann jafnframt að búa yfir þekkingu á viðfangsefni sfnu (Worthen og Sanders, 1987). Þetta krefst þess að matsaðili kynni sér hugmyndafræðilega undirstöðu þess sem á að meta. Sem dæmi má taka leikskóladeild. Ef matsaðila er ætlað að meta hver gæði deildarinnar eru þyrfti hann að kynna sér þá hugmyndafræði sem leikskólinn byggir á. Því væri auðvitað ákjósanlegra að hann þekkti til hugmyndafræði og starfshátta leikskólans þegar í upphafi, þó það sé ekki skilyrði fyrir mati. Er þetta viðhorf í samræmi við þá framtíðarsýn sem ýmsir hafa fyrir matsfræðina (sjá Donaldson, 2001: Fetterman, 2001; Henry, 2001). En einnig er ljóst að þessi þekking getur haft áhrif á trúverðugleika matsniðurstöðu og þess hversu fólk er tilbúið að breyta í samræmi við hana. Metandi þarf að auðsýna á sannfærandi hátt af hverju hann á að vera tekinn trúanlegur og að matið hafi hagnýtt gildi og á það við hvort sem metandi er sérfræðingur í mati eða sérfræðingur í leikskólanum. Hliðverðir Hliðverðir hafa það hlutverk að gæta þess hver fær aðgengi að ákveðnum hópum eða stofnunum. Börn eru flokkuð í hóp sem nefna mætti vamarlaus hópur og er að gegni að slíkum hópum jafnan flóknara en að öðrum. í umhverfi barna er að jafnaði formlegur aðili sem hefur valdið á hverjum tíma. Því þarf að tryggja samstarf við þessa aðila ef börn eru þátttakendur í mati. Formlegur opinber hliðvörður í tengslum við rannsóknir og mat er Persónuvernd ríkisins. Hlutverk hennar er lögum samkvæmt meðal annars að hafa eftirlit og gefa umsögn um kerfisbundna söfnun persónugreinanlegra upplýsinga í tölvutæku formi (lög nr. 77/2000). Hliðverðir eru auðvitað fleiri og fer eftir eðli stofnana og rannsókna hver það er. 1 tengslum við rannsóknir í leikskólanum eru það meðal annars viðkomandi stjórnsýslunefndir á vegum sveitarfélaga og rekstraraðilar. Við utanaðkomandi mat er venjulega búið að ganga frá aðgengi og það ætti því ekki að vera vandamál. Sem dæmi má nefna að það er lagaleg skylda menntamálaráðuneytisins að láta fara fram mat á leikskólum (lög nr. 78/1994). En þó að matsaðili hafi formlegan aðgang er ekki þar með sagt að allar dyr séu honum opnar á vettvangi. Hann þarf jafnvel að semja um aðgengi daglega og hann þarf að ávinna sér traust þeirra sem taka þátt í matinu. Að öðrum kosti er hætt við að þær upplýsingar sem hann aflar séu takmarkaðar (LeComte og Preissle, 1993). Hall og Hall (2004) greina frá því að mismunur geti verið á milli þess sem nefna mætti formlegt vald innan stofnanna og hins raunverulega valds. Vegna þessa sé til dæmis ekki hægt að ganga út frá því sem vísu, að þrátt fyrir að matsaðili sé búin að tryggja sér hjálp æðstu hliðvarða, að það eitt og sér dugi þegar til komi. Togstreita rannsókna - áhrif á mat Baráttan milli þess megindlega og eigindlega hefur stundum verið nefnd togstreita rannsókna. Guba og Lincoln (1998) eru á meðal þeirra sem hafa gert tilraun til að skilgreina í hverju þessi togstreita liggur. Þau telja raunhyggjufólk félagsvísindanna hafa tekið viðfangsefni og niðurstöður rannsókna út úr sínu félagslega samhengi. Það er að samkvæmt megindlegum fræðum sé nauðsynlegt að setja fram tilgátur sem síðan beri að staðfesta eða afsanna í ljósi ákveðinna kenninga. Þau hafna þessu þrönga sjónarhomi og telja að kenningar og staðreyndir séu algjörlega sjálfstæðar, óháðar einingar. Á sama hátt hafna þau því að breytur í félagsvísindum séu eða geti verið gildisfríar því á bak við samsetningu og val á breytum liggi mannlegar ákvarðanirog gildismat. Samkvæmt þessu er hægt að draga þá ályktun að við grandskoðun komi í ljós að megindlegar og Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.