Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 70
68
sér. Því miður er það þó svo að framgagnskerfi
háskólakennara hvetur þá fremur til að birta á
ensku í alþjóðlegum tímaritum á en í íslenskum
ritum.
Þetta tengist spurningunni um hvaða árif
rannsóknir á sviði sérþarfa og fatlana, eða
menntamála almennt, hafi á þjálfun, uppeldis-
og skólastarf. Svar við þessari spurningu
byggist ekki á rannsóknum því þær eru ekki til,
en af reynslu má fullyrða að áhrif rannsókna
á skipulag skólamála, kennsluaðferðir eða
persónuleg samskipti við nám og kennslu séu
takmörkuð (Gretar L. Marinósson, 1997). Ein
ástæða er sú að rannsóknir eru ekki nægilega
vel tengdar inn í menningu þeirra stofnana sem
gætu nýtt sér niðurstöðurnar. Fáar rannsóknir
eru gerðar að frumkvæði skóla með fulltingi
aðila sem kunna til verka við rannsóknir.
Jafnvel þar sem slfkt hefur verið gert, t.d. við
starfendarannsóknir, hafa viðkomandi skólar
ekki hagnýtt þekkingu sem þannig fæst eða
stofnanabundið hana. Fleira þarf því að koma
til svo sem aukin meðvitund kennara um gildi
rannsókna.
Kennarar og skólar, sem oftast eru fyrst
og fremst uppteknir af líðan og samskiptum
nemenda sinna, leita fremur að hugmyndum
að æskilegum breytingum á starfi sem byggðar
eru á siðrænum meginreglum fremur en
lýsingum eða greiningu á rannsóknargögnum
úr skólastarfi. Kennaranám einkennist
jafnframt meira af kennsluaðferðum en
rannsóknarhugsun og rannsóknarhluti starfs
þeirra sem vinna í kennaraháskóla hefur
tilhneigingu til að hverfa í yfirvinnu. Þetta
síðasta hefur löngum verið útskýrt með lélegum
launum háskólakennara sem bæta þurfti upp
með yfirvinnu, en með launahækkunum í
síðustu kjarasamningum á það ekki lengur
við aðra en þá sem yngstir eru í starfi. Þess
í stað þarf að leita skýringa í stofnanalægum
gildurn KHÍ, venjubundnum vinnubrögðum
og takmarkaðri rannsóknarþekkingu og -færni
kennara. Hið nýja framgangskerfi er smám
saman að hafa áhrif í þá átt að hvetja kennara
til aukinna rannsókna og birtinga.
Meginniðurstöður
Enda þótt sérþarfir og fötlun sé það svið
menntarannsókna þar sem virkni hefur að
líkindum verið einna mest hér á landi þá eru
rannsóknirnar færri en eitt hundrað á sfðustu
30 árum. Þar sem fjöldinn er svo takmarkaðu
og flestar rannsóknanna tengdar einstaklingum
er erfitt að fjalla um hneigð í rannsóknum á
sviðinu. Engu að síður má sjá grófa tvískiptingu
þeirra rannsókna sem hér eru til skoðunar;
annars vegar er flokkur rannsókna sem tengist
hugmyndum um heildtækt skólastarf og hins
vegar flokkur sem tengist hugmyndum um
klíníska skoðun einstakra flokka fötlunar.
I ljósi þess að stofnanabinding mennta-
rannsókna er veikburða vegna takmarkaðra
fjármuna, skorts á þjálfuðum rannsakendum
og fáum og smáum rannsóknarstofnunum, er
nauðsynlegt fyrir rannsakendur á einstökum
sviðum að vinna saman. Gögnin sem hér
eru til skoðunar benda til þess að hingað til
hafi samstarf verið takmarkað. Rannsakendur
virðast aðgreindir í þrjá hópa sem hafa
nokkurt samstarf innbyrðis en lítið sín á milli:
háskólakennara í sálfræði við HÍ, sálfræðingaog
lækna við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans
og að lokum nemendur og kennara við KHI og
HA. Astæður eru ekki ljósar en tengjast eflaust
annars vegar hinu veikburða stofnanasamhengi
sem áður er nefnt og hins vegar þeim ólíku
kenningarlegu áherslum sem ríkja meðal þeirra
sem aðhyllast annars vegar einstaklingslíkanið
um fötlun og hinna sem aðhyllast hið félagslega
líkan. Þessi tvískipting rannsóknarsamfélagsins
kentur frant í meðlimatali nýstofnaðs Félags
um menntarannsóknir þar sem sálfræðingar
sem rannsaka fötlun og áhrif hennar á nám eru
ekki á skrá enn sem komið er.
Að lokum er óhætt að slá því föstu að
rannsóknarstarf hérlendis á sviði sérþarfa
og fötlunar sé á eftir þróuninni á öðrunt
Norðurlöndum sem nemur að minnsta kosti 20
árum. Ef borið er saman við þróun rannsókna
á sviðinu í Bretlandi og Bandaríkjunum erum
við ef til vill á ámóta stigi og þessar þjóðir voru
fyrir 40 árum.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
1