Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 117
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 115-128
115
Matsfólk
Um nálægð og klemmur
Kristfn Dýrfjörð
Háskólanum á Akureyri
Greinin fjallar um matsaðila, hver eru helstu áhyggjuefni og hvað ber að varast, siðferðisleg
umhugsunarefnum sem matsfólk verður að takast á við eru gerð nokkur skil. Fjallað er um framtíð
matsfræða og stöðu þeirra sem sérstakrar fræðigreinar.
Leikskólinn hefur fengið bréf, mennta-
málaráðuneytið ætlar að láta fara fram úttekt
á starfi hans. Á næstu vikum mun aðili sem
ráðuneytið hefur ráðið til verksins hafa
samband. Skólinn er beðin um að taka vel
á móti viðkomandi og vera honum innan
handar.
Að sjálfsögðu er starfsfólk leikskólans,
börnin þar og foreldrar þeirra stærstu
hagsmunaaðilar matsins. En sá sem metur
hlýtur líka á sinn hátt að vera hagsmunaaðili að
matinu. Hagsmunir hans felast meðal annars
í því að tryggja sér daglegt aðgengi að þeim
sem meta á, njóta trausts og vera virtur. Hver
matsaðili er og tengsl hans við það sem meta
skal skiptir máli og er talið geta haft áhrif á
aðgengi og upplýsingar. Þannig getur matsaðili
sem kemur með skipunarbréf að ofan til dæmis
frá hinu opinbera lent í því að þeir sem hann
á að meta tortryggja hann og þær niðurstöður
sem hann kann að senda frá sér. Ef matsaðili
er mjög tengdur ákveðnum hóp hagsmunaaðila
geta líka vaknað spurningar um hæfni hans og
trúverðuleika. Oft geta verið margar holur á
veginum sem matsaðili þarf að sneiða hjá. Ef
til dæmis á að framkvæma mat á leikskóla leita
spumingar eins og hver eigi að framkvæma
það - sérfræðingar í mati eða leikskólakennarar
- á hugann. Ef það eru leikskólakennarar er
spuming hvort því fylgja sérstök vandamál,
til dæmis vanþekking á matsfræðum, sem þá
getur dregið úr trúverðugleika matsins. Hins
vegar má líka velta fyrir sér hvort sérfræðingur
í mati en ekki í leikskólanum fái þann aðgang
og njóti þess trausts sem hann þarf að hafa og
ríkja verður á milli matsaðila og þeirra sem
eru metnir. Er hægt að treysta fólki sem ekki
tilheyrir hópnum sem meta á, sem hefur ekki
sömu menntun, sama bakgrunn og sem þekkir
ekki menningu og sögu leikskólans? Getur
slíkt fólk nokkurn tíma metið leikskóla þannig
að „við“, sem tilheyrum hópnum, tökum fullt
niark á? Ef matið er jákvætt er það þá vegna
þess að hann/hún kom ekki auga á annmarkana?
Ef matið er neikvætt er það þá vegna þess að
hún/hann skilur ekki starfið? Og hvað með
afstöðu þeirra sem eiga sannanlegra hagsmuna
að gæta, eins og foreldra og sveitarstjóma?
Hverjum treysta slíkir aðilar best til að gera
mat? Hin hliðin er auðvitað hvort við, sem
erum „innvígð”, sjáum það sem skiptir máli.
Hvort við séum svo bundin eigin starfsbundnu
viðhorfum að við séum jafnvel orðin þeim
„samdauna". Eða er til stéttarleg samtrygging
okkar á milli sem kemur í veg fyrir að við
segjum allt? Þorum við að segja það sem segja
þarf af ótta við til dæmis stéttarlega útskúfun?
I þessari grein verður ekki sérstaklega leitast
við að svara því hver er best fallinn til að
meta leikskóla heldur er hér almennt reifað
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004