Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 46

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 46
44 að kunna fræðigreinina vel til að vera góður kennari. Viðhorf íslenskra valdhafa virðist mega túlka í þessa veru en í breytingu á lögum um embættisgengi framhaldsskólakennara frá 1998 var viðbótarþekking í fræðigrein talin koma í stað þekkingar um nemendur, þekkingu á leiðum til að ná til þeirra og þjálfunar í mannlegum samskiptum. Fólk sem lokið hefur 30 einingum til viðbótar við BA gráðu í faggrein þarf nú aðeins að taka 15 einingar í uppeldis- og kennslufræði í stað 30 eininga. Sambandi kennara og nemenda í framhalds- skólum hefur þannig verið lítill gaumur gefinn í fræðilegri umræðu. Þessi rannsókn bendir til að þarna sé þáttur í rannsóknum og í umræðu um kennarastarfið sem ástæða væri til að gaumgæfa betur. Það er til dæmis athyglisvert að tengja þessa niðurstöðu við umræðuna um tengsl nemenda og kennara í fjarnámi. Ef þessi tengsl kennara og nemenda eru svona mikilvæg og mynda hreinlega kjarnann í starfskenningum kennara þarf þá ekki að huga betur að slíku í fjarnámi? Velta má fyrir sér hvort mikilvægi þessara tengsla sé ein skýring á miklu brottfalli í fjarnámi og hvort og hvernig þessi tengsl snerta brottfall úr framhaldsskólum almennt. A undanförnum árum hafa verið færð rök fyrir að hluti fagmennsku kennara sé að byggja upp skipulagða samvinnu við aðra kennara (Cochran-Smith og Lytle, 1993; Day, 1999). Þessi rannsókn gefur vísbendingu um að einangrun kennara í starfi hindri framfarir sem kemur heim og saman við rannsóknir Ahlstrand (1994) rneðal sænskra kennara. En hún telur þar vera að leita hluta skýringar á hvers vegna kennurum reynist breytingastarf svo erfitt. Cochran-Smith og Lytle (1993) hafa hvatt til uppbyggingar fræðasamfélags (intellectual communities) meðal kennara þar sem kennarar ræða, leita eftir og skilgreina það sem gefur starfi þeirra gildi. Rannsóknir hafa sýnt að þótt kennarar læri mikið af reynslu (Clandinin og Connelly, 1996) eru einnig sterkar vísbendingar um að það séu takmörk fyrir hversu langt kennarar geti náð með reynslunámi einu saman. Day (1999) heldur því fram að það að ætla að læra bara af reynslunni muni á endanum leiða til stöðnunar. Til að efla framfarir er mikilvægt að kennarar geti ígrundað og rætt mikilvæg atvik sem upp koma í kennslu við samkennara (Clandinin and Connelly, 1996; Day, 1999; Grimmett og Dockendorf, 1999). Þessi rannsókn bendir til að slíkt samstarf kennara hér á landi sé tilviljunarkennt og geti verið háð einstöku kennurum, greinaflokkum og jafnvel skólum. María segir að þau í enskudeildinni ræði mikið saman um kennsluna af því að þau vilji hafa það þannig og gefur i skyn að slíkt samstarf tíðkist ekki í öllum greinum. Kröfur frá skólastjórnendum virðast beinast fyrst og fremst að þessu áðurnefnda ‘tæknilega samstarfi’. Þeir kennarar sem hafa kynnst því að dýpka skilning sinn á starfinu með samræðum láta í ljósi þörf fyrir að slíkt sé fastur þáttur starfsins. Hafþór Guðjónsson (2003, bls. 341) hefur bent á mikilvægi þess að kunna að tala um hlutina, að geta lýst veruleika sínum „að lœra að nýta sér orð og talshœtti sem einkenna skólasamfélagið“ Það er áberandi í viðtölunum að kennurum er ekki tamt að beita kennslufræðilegum orðaforða en eitt af því sem einkennir sérfræðingastéttir er einmitt fagorðræðan samanber lögfræðinga og lækna. Hins vegar er lítil von til að hægt sé að þjálfa og festa slíkan orðaforða í 26 vikna kennslu- fræðinámi fagkennara en ekki síst þegar við bætist að þeir heyra slíkum orðforða ekki beitt á starfsvettvangi. Þriðji þátturinn sem dreginn er fram hér lýtur að tilfinningatengslum sem kennarar mynda við greinina sem er þeirra aðalgrein. Allir kennararnir láta í ljósi sérstaka væntumþykju og áhuga á þeirri grein sem þeir námu í háskóla. Þessi væntumþykja hvetur þá til að leita allra leiða til að vekja áhuga nemenda sinna á greininni. Pope og Denicolo (2001:28) halda því fram að „þekking eigi að vera hluti af innri reynslu mannins og sé því bœði tilfinningaleg og vitsmunaleg“. Fram kemur að í mörgum tilfellum höfðu kennararnir áhuga á greininni þegar í framhaldsskóla og að það var oft fyrir tilstuðlan Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.