Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 90
88
Dæmi um nokkrar slíkar þekktar vísitölur eru
eftirfarandi:
1. Heyra hljóð / skrifa staf = 80 til 110 stafir
á mínútu.
2. Sjá staf / segja hljóð = 100 til 120 hljóð á
mínútu.
3. Hugsa staf / skrifa staf (með lykkju að ofan,
tengdir) = 120 til 150 stafir á mínútu.
4. Hugsa staf /skrifa staf (með lykkju undir
línu, tengdir) = 120 til 150 stafir á mín-
útu.
(Sjá nánar Mercer, Mercer og Evans, 1982, um 1.
lið, og Freeman og Haughton, 1993a, um 2., 3. og
4. lið).
í fljúgandi færni felst hvoru tveggja,
nákvæmni og hraði. Ólíkt byrjandanum, leikur
sá fljúgandi færi listir sínar nánast ósjálfrátt og
án þess að hika (Binder, 1996; Ericsson o.fl.
1993), hvort sem hann les upphátt, reiknar,
talar erlend tungumál, sippar, prjónar, smíðar
hús, ekur bíl eða stjórnar hljómsveit.
3. Þarfagreining
í greinunum „Fljúgandi færir nemendur” I og
11 (Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 2000 a og
b), lýsir höfundur kennslulíkani Morningside
skólans þar sem kennt er með aðferðunum
Direct Instruction og PT. í lýsingunni er m.a.
fjallað um það hvernig námsefnið er hannað
og námskráin er sérsniðin til að mæta þörfum
hvers nemanda.
FlestirnemendurMomingsidehafagreiningu
um athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) þegar
þeir hefja námið þar, eru leshamlaðir og eiga í
miklum erfiðleikum með að reikna, eða hafa
flosnað úr fyrri skólum af ótilgreindum ástæðum
(Johnson og Layng, 1992). Nemendurnir ráða
ekki við það námsefni sem miðað er við að
þeir hafi á takteinum samkvæmt námskrá.
Það veldur þeim vaxandi erfiðleikum við að
fylgja jafnöldrum sínum í náminu eftir því
sem námsefnið verður flóknara og lengra líður
á skólaveruna.
í stað þess að auka frumkennslu (innlögn)
við nemendurna, lengja æfingatímann, þyngja
eða bæta við verkefnum á því stigi sem þekking
og leikni nemandans á að vera samkvæmt
aldri og námsskrá, er námsefnið greint niður
í frumeiningar eða eindir (e. components,
elements) sínar og þeim raðað í rökrétta
samfellu eftir þyngd með það einfaldasta fyrst
(sjá t.d. Fabrizio og Moors, 2001). Til dæmis
er byrjað að kenna nemendum að lesa með
því að láta þá kveða að, þar sem leikni þeirra
í að umskrá bókstafi í málhljóð og öfugt spáir
fyrir um verðandi lestrarfærni (sjá einnig t.d.
Lundberg, 1994). Hliðstætt dæmi af framvindu
lestrarkennslu á íslensku þar sem farið er frá
frumeiningu til samsetningar (Guðríður Adda
Ragnarsdóttir, 2002a og 2002c) sést hér á 2.
töflu:
Ráði nemandinn ekki við að lesa texta sem
hann á að geta lesið miðað við aldur, er bakkað
niður á næsta þyngdarstig og athugað hvort
hann ræður við atriðin sem þar eru. Svona
er haldið áfram koll af kolli, þar til komið er
að því stigi þar sem nemandinn strandar ekki
lengur. Þar er hafíst handa við að kenna honum
og þjálfa daglega með stuttum tímatengdum
sprettum í þeim eindum námsefnisins sem hann
hefur ekki á valdi sínu. Þegar nemandinn nær
megindlegum færnimörkum sem sett eru fyrir
þá skynjunar- og verkleið og námsefniseind
sem verið er að æfa, byrjar hann á næsta atriði.
Það liggur ofar í þyngdarstiganum og kemur
í beinu og rökréttu framhaldi þess atriðis
sem hann hefur nú á hraðbergi samkvæmt
tilteknum vísitölum. Æfingunum er svo haldið
áfram með hliðstæðum hætti, stig af stigi upp
2. tafla. Frá eind til samsetningar.
10. Ýmsar stærri heildir
9. Efnisgreinar
8. Langar setningar
7. Stuttar setningar
6. Þrjú orð (frumlag, sögn og andlag)
^ Orð, t.d. ís, ból, þora, dætur, strákur,
plægja
4. Atkvæði t.d. se, lóp, faun, slá, trott,
3. Samstöfur t.d. sl, pr
0 Tvíhljóð (diphthongs), t.d. ei, au, æ /
au-s, s-au
I 1. Hljóð (fón), t.d. a, e, i, o, u, 1, m,
r, s
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004