Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 29
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 27-38
27
Kennarar ígrunda og rannsaka eigiö starf
Hafdís Guðjónsdóttir
Kennaraháskóla Islands
I þessari grein verður sagt frá rannsóknaraðferðum sem notaðar voru í starfendarannsókn sem
unnin var í samstarfí rannsakanda og grunnskólakennara sem kenndu blönduðum nemendahópum.
Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir og byggt á viðtölum, samræðum, ígrundun,
vettvangsathugunum og samkennslu. Við rannsóknina var lögð áhersla á að móta og nota aðferðir
og amboð er gagnast gætu kennurum til gagnrýnnar ígrundunar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru
m.a. að hugtakakort og amboð faglegrar starfskenningar reyndust kennurum vel til að ígrunda
hugmyndir sínar og skoðanir á kenningum um nám, kennslu og siðfræði og hvernig þær tengjast
kennslu þeirra.
Skólaþróun og breytingarstarf
Kennarastarfið hefur breyst alveg gríðarlega
þau þrjátíu ár sem ég hef verið við kennslu.
Þær kröfur sem gerðar eru til okkar núna
eru miklu fjölbreyttari en áður... Þar sem
landið okkar er lítið og fámennt þá verða
íslenskir kennarar að búa yfir fjölbreyttum
hæfileikum og geta kennt eða fjallað um hin
ólíkustu málefni. En ég tel okkur heppin þar
sem þessi krafa gerir starf okkar fjölbreyttara
en ella (Sigríður).
Orð þessa reynda kennara endurspegla vel
tilfinningar margra kennara gagnvart kennara-
starfinu og er dæmi um hve skólastarfið er
orðið fjölbreytt í kjölfar aukinna væntinga
samfélagsins til skólans og stöðugra breytinga
á þörfum nemenda. Breytingar samfélagsins,
þróun tækninnar ásamt breytingum á lögum og
aðalnámskrá kalla á endurskoðun skólastarfsins
og þróun siðferðis- og kennslufræðilegrar víddar
kennara. I fararbroddi eru bekkjarkennarar
eins og Sigríður sem líta á breytingarnar
sem tækifæri til að skapa og þróa náms-
og kennsluhætti þar sem brugðist er við
einstaklingsmun nemenda.
Rannsóknir á námi og kennslu þurfa að
hafa áhrif á skólaþróun og styðja kennara
og skólastjóra í viðleitni þeirra til að bæta
skólastarfið en til að svo verði í raun verða þær
að ná út fyrir háskólaumhverfið og fínna þarf
leiðir til að draga fagþekkingu kennara inn í
umræðu um nýbreytni í skólastarfi. Það er varla
hægt að búast við að það gerist fyrr en kennarar
taka á heildrænan þátt í þróun skólamála
og verður boðið að gera starf sitt sýnilegt
í umhverfi þar sem unnið er sameiginlega
að undirbúningi, skilningi og framkvæmd
rannsókna á skólastarfi (Anderson, 1994;
Cochran-Smith, 1999; Darling-Hammond,
1994; Fullan, 1999; Guðrún Geirsdóttir, 1997;
Goodson, 2000; Handal & Lauvás, 1982;
Hargreaves, 1994; Loughran & Northfield,
1996).
í þessari grein er fjallað um kennararann-
sóknir (teacher research), tilgang og aðferðir og
tekið sem dæmi starfendarannsókn (practioner
research) sem höfundur vann í samvinnu við sex
grunnskólakennara. Markmið rannsóknarinnar
var m.a. að öðlast meiri skilning og þekkingu
á því hvernig kennarar móta og þróa kennsluna
og hvernig fagmennska þeirra þróast. Annað
markmið var að þróa rannsóknaraðferðir og
leiðir í samvinnu við kennara sem hægt væri
að nota í kennararannsóknum.
Þátttaka kennara í skólaþróun
Schaffner og Buswell (1996) halda því fram
að það hafi tekið langan tíma að fá kennara
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004