Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 161
159
morgun í mars árið 2000 var ég fyrst og
fremst upptekinn af því að afla góðra gagna.
Nú var ég ekki bara „kennarinn hennar úr
Háskólanum” heldur líka rannsakandi áfjáður
í að skilja hvað það fæli í sér að kenna og
hvernig vettvangurinn, skólinn og skólastofan,
kæmu þar við sögu. Eg fylgdist eins vel
með kennslunni hennar Önnu og mér var
framast unnt, tók vettvangsnótur og fékk að
hljóðrita samtal sem ég átti við Önnu og
leiðsagnarkennara hennar þegar kennslu var
lokið þann daginn.
Og svo fór ég heim með gögnin mín, sæll og
eftirvæntingarfullur.
Kreppa
Þegar ég var búinn að heimsækja Önnu fannst
mér ég vera með eitthvað bitastætt, efnivið í
„góða sögu” sem gæti - ef hún væri vel sögð
- gefið innsýn í hvað kennaranám er flókið
fyrirbæri. Ég sá jafnvel fyrir mér að þessi saga
gæti orðið kafli í doktorsritgerðinni.
Sú varð reyndar raunin - en mikil ósköp var
þetta erfið fæðing! Vandi minn var að ég var
fastur í fortíð minni sem lífefnafræðingur
og rannsakandi á því sviði. Þegar ég hóf að
vinna úr gögnunum mínum, birtist „gamli
lífefnafræðingurinn” allsendis óvænt og tók
að stýra hugsun minni, með þeim afleiðingum,
til dæmis, að gögnin mín breyttust í einhvers
konar mæliniðurstöður. Ef ég rýndi nógu vel
og lengi í þau, sagði hann, myndi ég að lokum
greina hvernig hlutirnir væru í raun og veru.
Þetta reyndi ég, bæði vel og lengi, en með
litlum árangri. Ég sá nefnilega bara orð, orð og
aftur orð og þá helst þessi ósköp hversdagslegu
orð, orð sem ég hafði notað árum saman, já og
sömu gömlu talshættina auðvitað.
Brúklegt í doktorsritgerð? Varla!
Orð, talshcettir! Bíddu nú við...
Ég man ekki nákvæmlega hvemig þetta gerðist.
Líklega hef ég bara farið að glugga aftur í
Rorty milli þess sem ég var að rýna í gögnin
mín og þá skildi ég smám saman að ég var að
leita langt yfir skammt. Þetta var allt saman
þarna beint fyrir framan nefið á mér! Orð og
talshættir - hvað eru þau annað en veruleikinn
sjálfur, hugsaði ég. Dagbókin mín, orðin mín
og orð nemenda minna, samtölin okkar - allt
þetta varð nú áhugavert fyrir mér vegna þess að
ég sá þetta í nýju ljósi, sem dæmi af vettvangi,
vitnisburð um sérstaka talshætti og lífsform á
þessum akri þar sem ég var verkamaður.
Ég var sem sagt farinn að líta nýjum augum á
gögnin mín. Ekki nóg með það, hugsun mín
um eigin rannsókn tók nú líka stakkaskiptum.
Ég skynjaði nú, með dyggri aðstoð Rortys,
að frásagnir mínar af vettvangi mótuðust af
þeim orðum og talsháttum sem ég hafði tamið
mér í gegnum tíðina. Um leið varð mér ljóst
að það mætti lýsa hlutunum og atburðunum
öðruvísi og jafnvel betur, búa til nýjar sögur af
vettvangi sem gætu hjálpað mér og öðrum að
hugsa nýjar hugsanir um kennaranám. Skýrast
kemur þetta fram í kaflanum „Heimsókn til
Önnu”.
Kaflinn „Heimsókn til Önnu”
Þetta er langur kafli, raunar sá lengsti í
ritgerðinni. Ég mun ekki freista þess að gera
honum tæmandi skil hér enda flókið efni og
rými mitt af skornum skammti. Hins vegar get
ég ómögulega skilið við þessa grein án þess
að gefa lesendum örlitla innsýn í hvernig hún
varð að lokum, sagan um heimsókn mína til
Önnu.
Þetta er frásögn þar sem menningin, hefðirnar,
ríkjandi viðhorf og jafnvel efnafræðin og
efnafræðibókin eru í aðalhlutverkum. Ég
fór í orðasmiðjur til leiðsögumanna minna,
einkanlega smiðju James Wertsch (1991) sem
leiddi mér fyrir sjónir að umhverfi okkar móti
hugsun okkar og gerðir. Þegar maður notar
skrúfjám eða hamar eða annað verkfæri til að
vinna ákveðið verk hefur maðurinn, verkfærið
og verkið tilhneigingu til að renna saman í eina
heild þar sem þetta þrennt verkar hvað á annað.
„Sjá smiðsaugu”, segir máltækið og minnir
okkur á hið nána samband smiðsins við verk
sitt og þá um leið á þá staðreynd að það eru
ekki bara við sem verkum á hlutina. Þeir verka
tilbaka, móta hugsun okkar og athæfi. Með
því að tileinka mér hugsun af þessu tagi tókst
mér að búa til sögu af Önnu að læra að kenna
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004