Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 161

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 161
159 morgun í mars árið 2000 var ég fyrst og fremst upptekinn af því að afla góðra gagna. Nú var ég ekki bara „kennarinn hennar úr Háskólanum” heldur líka rannsakandi áfjáður í að skilja hvað það fæli í sér að kenna og hvernig vettvangurinn, skólinn og skólastofan, kæmu þar við sögu. Eg fylgdist eins vel með kennslunni hennar Önnu og mér var framast unnt, tók vettvangsnótur og fékk að hljóðrita samtal sem ég átti við Önnu og leiðsagnarkennara hennar þegar kennslu var lokið þann daginn. Og svo fór ég heim með gögnin mín, sæll og eftirvæntingarfullur. Kreppa Þegar ég var búinn að heimsækja Önnu fannst mér ég vera með eitthvað bitastætt, efnivið í „góða sögu” sem gæti - ef hún væri vel sögð - gefið innsýn í hvað kennaranám er flókið fyrirbæri. Ég sá jafnvel fyrir mér að þessi saga gæti orðið kafli í doktorsritgerðinni. Sú varð reyndar raunin - en mikil ósköp var þetta erfið fæðing! Vandi minn var að ég var fastur í fortíð minni sem lífefnafræðingur og rannsakandi á því sviði. Þegar ég hóf að vinna úr gögnunum mínum, birtist „gamli lífefnafræðingurinn” allsendis óvænt og tók að stýra hugsun minni, með þeim afleiðingum, til dæmis, að gögnin mín breyttust í einhvers konar mæliniðurstöður. Ef ég rýndi nógu vel og lengi í þau, sagði hann, myndi ég að lokum greina hvernig hlutirnir væru í raun og veru. Þetta reyndi ég, bæði vel og lengi, en með litlum árangri. Ég sá nefnilega bara orð, orð og aftur orð og þá helst þessi ósköp hversdagslegu orð, orð sem ég hafði notað árum saman, já og sömu gömlu talshættina auðvitað. Brúklegt í doktorsritgerð? Varla! Orð, talshcettir! Bíddu nú við... Ég man ekki nákvæmlega hvemig þetta gerðist. Líklega hef ég bara farið að glugga aftur í Rorty milli þess sem ég var að rýna í gögnin mín og þá skildi ég smám saman að ég var að leita langt yfir skammt. Þetta var allt saman þarna beint fyrir framan nefið á mér! Orð og talshættir - hvað eru þau annað en veruleikinn sjálfur, hugsaði ég. Dagbókin mín, orðin mín og orð nemenda minna, samtölin okkar - allt þetta varð nú áhugavert fyrir mér vegna þess að ég sá þetta í nýju ljósi, sem dæmi af vettvangi, vitnisburð um sérstaka talshætti og lífsform á þessum akri þar sem ég var verkamaður. Ég var sem sagt farinn að líta nýjum augum á gögnin mín. Ekki nóg með það, hugsun mín um eigin rannsókn tók nú líka stakkaskiptum. Ég skynjaði nú, með dyggri aðstoð Rortys, að frásagnir mínar af vettvangi mótuðust af þeim orðum og talsháttum sem ég hafði tamið mér í gegnum tíðina. Um leið varð mér ljóst að það mætti lýsa hlutunum og atburðunum öðruvísi og jafnvel betur, búa til nýjar sögur af vettvangi sem gætu hjálpað mér og öðrum að hugsa nýjar hugsanir um kennaranám. Skýrast kemur þetta fram í kaflanum „Heimsókn til Önnu”. Kaflinn „Heimsókn til Önnu” Þetta er langur kafli, raunar sá lengsti í ritgerðinni. Ég mun ekki freista þess að gera honum tæmandi skil hér enda flókið efni og rými mitt af skornum skammti. Hins vegar get ég ómögulega skilið við þessa grein án þess að gefa lesendum örlitla innsýn í hvernig hún varð að lokum, sagan um heimsókn mína til Önnu. Þetta er frásögn þar sem menningin, hefðirnar, ríkjandi viðhorf og jafnvel efnafræðin og efnafræðibókin eru í aðalhlutverkum. Ég fór í orðasmiðjur til leiðsögumanna minna, einkanlega smiðju James Wertsch (1991) sem leiddi mér fyrir sjónir að umhverfi okkar móti hugsun okkar og gerðir. Þegar maður notar skrúfjám eða hamar eða annað verkfæri til að vinna ákveðið verk hefur maðurinn, verkfærið og verkið tilhneigingu til að renna saman í eina heild þar sem þetta þrennt verkar hvað á annað. „Sjá smiðsaugu”, segir máltækið og minnir okkur á hið nána samband smiðsins við verk sitt og þá um leið á þá staðreynd að það eru ekki bara við sem verkum á hlutina. Þeir verka tilbaka, móta hugsun okkar og athæfi. Með því að tileinka mér hugsun af þessu tagi tókst mér að búa til sögu af Önnu að læra að kenna Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.