Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 67
65
fræðingar og læknar).
I ljós kom að engar rannsóknir voru unnar
fyrir 1970 að einni undanskilinni (stöðlun
greindarprófs Matthfasar Jónassonar, snemma
á sjötta áratugnum). Eftir 1970 þrefaldast
fjöldi rannsókna á hverjum áratug miðað
við þann á undan.2 Þetta vekur spurningar
um hvernig þróuninni beri saman við ámóta
rannsóknarstarf í nágrannalöndum okkar að
því er varðar upphaf og fjölda á hverju tímabili
þar eftir.
Meirihluti rannsóknanna eru gerðar af
einstaklingum eða hópum en einungis þrjár
eru að frumkvæði opinberra aðila svo sem
ráðuneyta. Tveir þriðju hlutar rannsókna eftir
1980 eru unnar af fagmönnum í menntamálum
og einn þriðji af klínískum fagmönnum.
Helmingur þeirra rannsókna sem unnar eru af
fyrri hópnum eru námsverkefni (meistaraprófs-
eða doktorsprófsverkefni eða sambærileg) en
einungis lítill hluti þeirra sem unnar eru af
síðari hópnurn. Þetta vekur spumingar um
hvað stuðli að rannsóknarvirkni hvers hóps
um sig.
Rannsóknaviðföng og
kenningaleg nálgun
Við greiningu kemur í ljós að rannsóknimar í
grunninum hafa tvö meginviðföng sem byggja
á ólíkum kenningalegum nálgunum. Annað
viðfangið er klínísk rannsókn á einstaklingum
og líkamlegum og sálrænum röskunum
eða skerðingum þeirra. Rannsóknir á þessu
viðfangsefni beinast að lýsingum, flokkunum
og skýringum í anda læknisfræðilegra og
sálfræðilegra kenninga um frávik frá hinu
„eðlilega“. Hér koma fyrir kenningar um
greindarskerðingu, athyglisbrest með ofvirkni,
lesröskun og einhverfu. Hitt viðfangið er
menntunarfræðileg rannsókn á viðbrögðum
skóla við fjölbreytni nemenda svo sem þeirri
sem felst í aldri, kynferði, áhugamálum, menn-
ingu, námsárangri, eða fötlun. Rannsóknir
af þessu tagi beinast að afmörkuðum þáttum
sérkennslu, svo sem tiltekinni kennslutilhögun
eða sérstökum kennsluaðferðum eða að heilum
stofnunum eða menntakerfum og tilraunum
þeirra til að mæta þörfum nemenda með
fötlun án aðgreiningar frá öðrum nemendum.
Þessar rannsóknir byggjast oftast á félagslegri
hugsmíðahyggju, kenningum um táknbundin
samskipti,merkingu (labelling)áeinstaklingum
eða kenningum sem leita skýringa á fyrirbærum,
svo sem því ferli sem stuðlar að félagslegri
þátttöku (inclusion) eða aðgreiningu í sögulegu
og félagslegu samhengi. I anda klínísku
nálgunarinnar má orða það svo að nemandi
sé talinn erfiður en í anda menntunarfræðilegu
nálgunarinnar að hann lendi í erfiðleikum
(Haug 1998; Emmanuelsson, Persson et al.
2001). Klíníska nálgunin mundi líklega falla
undir það sem oft er nefnt læknisfræðilega
líkanið eða einstaklingslíkanið í umfjöllun um
fötlun en menntunarfræðilega nálgunin undir
félagslega líkanið (sjá Rannveig Traustadóttir,
2003, bls. 24-34).
Einstaklingslíkanið eða læknisfræðilega
líkanið er aðlaðandi fyrir rannsóknaraðila þar
eð það er byggt á hefðbundnum aðferðum
raunvísinda og beinir sjónum sínum að skýrt
afmörkuðum viðföngum svo sem einstaklingum
og skilgreindum flokkum „raskana". Félagslega
líkanið er flókinn rannsóknarvettvangur sem
felur í sér sjónarhorn ýmissa þátttakenda
(nemenda, foreldra, kennara, þroskaþjálfa
og skólastjórnenda), ýmis ferli (félagsleg
hugsmíðaferli, vinnuferli stofnana), afrakstur
(t.d. námsárangur) og menningu (t.d.
stofnanamenningu skóla). Innan þessa líkans
eru sérþarfir í námi og sérkennsla rannsökuð
í samhengi við almennt skólastarf og almenna
þjónustu, sem tengist og skarast við önnur
rannsóknarsvið (Haug 1998). Því er það
stundum nefnt samhengislíkanið.
Það er ekki endilega gefið að rannsóknir
sem einskorða sig við einstaklinga eða
klínískt starf beiti megindlegum aðferðum
2 Enn er ekki ljóst hvemig yfirstandandi áratugur lítur út en vitað er um allmörg rannsóknarverkefni á
sviðinu sem lokið var á yfirstandandi ári eða unnið er að. Þar má telja rannsókn á reynslu ungmenna með
fötlun, rannsókn á menntun nemenda með þroskahömlun og rannsókn á laraldsfræði og undirflokkum
ýmissa raskana. Það má því búast við að fjölgun rannsókna muni halda áfram.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004