Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 165
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 163-173
163
Hvað mótar hugmyndir háskóla-
kennara um skipulag náms og kennslu?
Guðrún Geirsdóttir
Háskóla Islands
Eitt af því sem greinir háskólakennara frá kennurum á öðrum skólastigum er vald þeirra yfír
námskránni, frelsið til að ráða því hvað skuli kennt, hvað nemendur skuli kljást við og hvemig.
Þetta vald eða frelsi er kennurum þó sjaldan íhugunarefni enda fer yfirleitt lítið fyrir fræðilegri
umræðu um námskrárgerð innan háskóla. Þá eiga háskólakennarar í fá hús að venda varðandi
aðstoð við námskrárgerð. Frelsi háskólakennara til að taka ákvarðanir um nám og kennslu vekur
upp spumingar: Hvemig taka kennara ákvarðanir um nám og kennslu og skipulag námskeiða?
Hvaða þættir hafa helst áhrif á þær ákvarðanir? í greininni verður gerð grein fyrir niðurstöðum
rannsóknar á viðhorfum kennara í iðnaðar- og vélaverkfræðiskor innan Háskóla íslands til
námskárákvarðana. Með eigindlegum rannsóknaraðferðum, viðtölum og þátttökuathugunum er
leitast við að skoða hvaða leiðir kennarar fara við ákvarðanir um skipulag náms og kennslu og
hvað hefur einkum áhrif á þær hugmyndir.
Svo var það fyrir átta árum
Fyrir átta árum hóf ég störf sem lektor í
kennslufræði við Háskóla íslands. Eitt af því
sem kom mér sem nýjum háskólakennara
spánskt fyrir sjónir var vald mitt yfir
námskránni, frelsið til að ráða því hvað skuli
kennt, hvað nemendur skuli kljást við og
hvernig. Mér fannst mér ætlað að axla ábyrgð
á því hvað væri nemendum mínum mikilvægt
að læra og hvemig best væri að veita þeim
innsýn inn í nýja fræðigrein og aðferðir hennar
og óaði við því að bera þessa miklu ábyrgð þó
að hún væri borin undir merkjum akademísks
frelsis. í dag stendur mér minni ógn af þessari
ábyrgð en hún vekur enn með mér spumingar
og hefur orðið tilefni til rannsóknar sem ég
vinn að um hugmyndir háskólakennara um
skipulag náms og kennslu eða námskrár.
Fræðileg sjónarhorn
og aðferðir
Hverjir taka ákvarðanir um nám og kennslu
við Háskóla íslands?
Viðfangsefni þeirrar rannsóknar sem hér er
kynnt er námskráin og skipulagning hennar.
Hugtakið námskrá er víðfeðmt og hefur
skilgreining þess vafist fyrir fræðimönnum.
Námskrá getur náð til skipulags náms, þ.e.
ákvarðanatöku um skipulag náms og kennslu;
til framkvæmdar, þ.e. hvernig námskrá er
hrint í framkvæmd og loks til þess hvernig
nemendur skynja eða læra (Guðrún Geirsdóttir,
1998; Marsh og Willis, 1999; Stark og Lattuca,
1997).
Formlega eru ákvarðanir um skipan náms og
framboð námskeiða í höndum einstakra deilda
Háskólans. Um þær er fjallað af ráðgefandi
námsnefndum og þær settar fram árlega í
kennsluskrá (Reglur fyrir Háskóla íslands nr.
458/2000). Þetta er hinn formlegi farvegur um
ákvarðanir námskrár en oftar en ekki fellur
það þó í hlut kennara að skipuleggja einstök
námskeið sem saman mynda þann kjarna sem
kalla má námskrá Háskólans. Það er þeirra
að ákvarða annars vegar hvað er fræðilega
mikilvægt fyrir nemendur að kunna, skilja
og geta og hins vegar að skipuleggja nám og
kennslu þannig að þeim markmiðum sé náð.
Því má með réttu segja að það séu kennararnir
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004