Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 148
146
þess skýr merki ef leggja á áherslu á að öllum
börnum líði vel og að þau njóti velgengni. Að
mati ýmissa fræðimanna er ein af hindrunum
fyrir velgengni nemenda af erlendum uppruna
einmitt sú að skilgreining á árangri er of þröng.
Wrigley (2000) fjallar m.a. um mikilvægi þess
að námsmat sé skilgreint víðara en hefðbundið
er. Hann bendir á að hæfileikinn að skilja, miðla
og hugsa á tveimur eða fleiri tungumálum sé í
sjálfu sér mikill árangur. I augum margra
kennara sem starfi í fjölmenningarlegum
skólum sé þetta sjálfsagður hlutur, en sé þó
ein tegund árangurs af þeim fjölmörgu sem
hvergi sé skráð. Annars konar árangur að
mati Wrigleys er fjölmenningarleg vitund eða
næmi nemenda og öryggi, hæfni þeirra til að
færa sig milli félagskerfa og gildakerfa, til að
sýna hluttekningu og leggja sitt af mörkum.
Wrigley fjallar einnig um nokkur einkenni
skóla í Englandi og Skotlandi þar sem börn
af erlendum uppruna og böm í jaðarhópum í
samfélaginu hafa náð góðum árangri. Þau eru
eftirfarandi:
• Sameiginleg heildarsýn skólasamfélagsins
þarf að liggja til grundvallar skólaþróun
• Námskrá þarf að vera sveigjanleg og löguð
að þörfum nemenda
• Vandað og sveigjanlegt nám og kennsla
er það afl sem fyrst og fremst stuðlar að
árangri nemenda af erlendum uppruna
• Hvatning og umbun skilar eingöngu
árangri ef nemandinn trúir á gildi náms og
ef menning skólans viðurkennir árangur
allra
• Skólamenning og skólabragurþarf að snúast
um meira en aga og atorku; skólamenning
þarf snúast um skólann sem samfélag,
innbyrðis tengsl í skólanum, tengsl skólans
út á við og sameiginleg gildi.
Nieto (1999) fjallar um fjölmenningarlegt
skólastarf á svipaðan hátt. Hún nefnir að
fjölmenningarlegt skólastarf þurfi að snúast
um djúpstæðar breytingar, hjá einstaklingum,
sameiginlegar breytingar og breytingar á
skólum sem stofnunum. Fjölmenningarlegt
sjónarhorn merki einnig styðjandi og hvetjandi
samvinnu kennara og annars staifsfólks skóla,
stefnumótun sem leggur áherslu á jafnrétti og
réttlæti og skóla sem samfélög í samfélaginu.
Slfkar breytingar þurfi því að ná út fyrir
veggi skólans. Cotton o.fl. (2003) hafa bent
á mikilvægi þess að skólar hafi sýn og að
hún sé skráð ásamt markmiðum og leiðum
að þeirri sýn. I þessu samhengi skipti miklu
máli hvernig sýn skólanna sé þróuð. Er hún
skráð af skólastjóranum eða fengin að láni
frá öðrum skóla í nágrenninu? Eða er hún
mótuð af skólasamfélaginu í heild, með
þátttöku allra? Annar athyglisverður þáttur í
umfjöllun Cotton o.tl er hvort eða hvernig
sýn skóla endurspeglast í daglegu starfi þeirra.
I umfjöllun Cotton o.fl. er að finna dæmi
um þrjá skóla sem vinna að svipaðri sýn
á mjög ólíkan hátt; það er engin einföld
sameiginleg vinnuáætlun í þessum skólum.
Það sem einkennir alla skólana er þó mikil
og markviss samvinna kennara, stjórnenda
og nemenda, virk þátttaka nemenda í þróun
skólastarfs, áhersla á gagnkvæma virðingu í
samskiptum, sem þýðir t.d. að rasismi er ekki
leyfður og unnið er markvisst gegn honum
í námskránni. Önnur einkenni skólanna eru
víðtæk og gagnkvæm tengsl skóla annars
vegar og foreldra og nánasta samfélags liins
vegar, fjölbreytt námsmat, fjölbreyttar leiðir til
að sýna og fagna velgengni, sveigjanlegar og
lifandi námskrár, sem þýðir t.d. að hugmyndir
foreldra eða annarra í samfélaginu eru nýttar
til að þróa námskrár. Sand (1997) fjallar
um sjálfsmynd barna af erlendum uppruna
og ræðir mikilvægi þess að kennarar leiti
jafnvægis milli heimamenningar bamanna og
meirihlutamenningar samfélagsins. í þessu
samhengi má nefna að mikilvægt er að ekki
sé litið á heimamenningu og skólamenningu
sem andstæður, heldur þætti sem spila saman
sem áhrifavaldar í lífi barnanna (Hanna
Ragnarsdóttir, 2004). Þá er einnig vert að hafa
í huga að börn eru ekki eingöngu þiggjendur
menningar, heldur móta eða skapa menningu
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004