Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 170
168
segir: „Ég held ég kenni svipað bara eins og
mér hefur verið kennt” og undirstrikar þar
að fyrri námsreynsla hefur líka áhrif að því
leyti að þangað sækja kennarar fyrirmyndir í
kennsluháttum. Kennararnir ræddu um ýmsa
fyrrum kennara sína sem fyrirmyndir af því
að þeir voru einstakir kennarar, bjuggu yfir
skipulagshœfni, smituðu nemendur af áhuga
sínum og þekkingu á viðfangsefiú eða voru
hlýlegir í viðmóti gagnvart nemendum. Þeir
mannkostir sem kennarar drógu fram í fari
fyrirmyndarkennara sinna voru gjarnan þeir
sömu og þeir sjálfir töldu ntikilvæga og vildu
gjarnan leggja áherslu á í eigin kennslu.
Starfsreynsla
Allir hafa kennararnir fimm starfað á
sínum starfsvettvangi áður en þeir gerðust
háskólakennarar og vísa í þá reynslu á einn
eða annan hátt. Þeir tala um „sitt svið” eða
þetta er mitt þegar vísað er í námskeið sem
liggja á þeirra sérþekkingu og sérsviði. Þeir
nýta þessa starfsreynslu sína beint eða óbeint
í skipulagi kennslu. Einum kennara er fyrsta
starfsreynslan enn í fersku minni og einkum sú
tilfinning að hafa ekki kunnað neitt þrátt fyrir
háar skólaeinkunnir:
Eftir allt þetta nám! Ég hugsaði þetta hérna.
Hvemig stendur á því? Mér gekk alltaf svo vel
og ég fékk alltaf svo hátt. Síðan bara vinn ég og
finnst ég ekkert kunna (hlær). Ég held að allir
upplifi það ...það er bara þetta af því að þú ert ekki
lengur að fá einhver heimadæmi “
Reynslu sína af starfsvettvangi nýtir kennarinn
í kennslu sinni. Hann vill gjarnan undirbúa
nemendur sína sem best undir það að fara að
starfa á sviðinu og forða nemendum sínum frá
því að upplifa sig jafn illa undirbúna og honum
fannst hann vera að námi loknu:
„Og hvað fannst mér ég vera alveg eins og auli
þegar að ég fór að vinna og ég vissi þetta ekki!
Bíddu, átti ég ekki að hafa læn þetta einhvers
staðar? Og hvernig stóð á því að ég lærði þetta
ekki? “
Kennarinn leggur sig mikið fram við að
aðstoða nemendur sína til að sjá tengsl fræða
og starfs og nýtir fjölbreyttar leiðir til þess.
Hann hefur trú á að gefa nemendum tækifæri
til að snerta og prufa og tekur gjarnan með
sér hluti í kennslu svo að nemendur geti
handfjatlað þá
„Já magnesíum er léttasti málmurinn..þú veist
að...þú manst ef þú hefur haldið á magnesíum
og álfelgu sko...það er munur... Þú manst alltaf
tilfinninguna. “
Aðrir kennarar nýta tengsl sín á starfsvettvangi
til að gefa nemendum hagnýt dærni í kennslu-
stundum og til að kynna fyrir nemendum
nýjungar á sviðinu. Ragnar bendir á að sakir
smæðarinnar eigi kennarar auðveldara með að
hafa samband við mann og annan þegar koma
þarf nemendum í verklegt nám eða finna þeim
verkefni í atvinnulífinu. Þessi þátturerekki síst
mikilvægur þegar höfð er í huga sú áhersla sem
flestir kennararnir leggja á að verkfræðin sem
fræðigrein verði að vera hagnýt og verkleg.
Kennslureynsla
Schulman (1987) hefur bent á að árangursrík
kennsla hvíli á margs konar þekkingargrunni
en segir að sambland af þekkingu á
fræðigreininni og kennslufræði sem hann kallar
kennslufræðilega fræðigreinaþekkingu, skipti
sköpum í hugsun kennara. Sú þekking er ekki
aðeins lituð af þekkingu heldur persónulegri
reynslu kennara og því mótuð af tilfinningum
(Entvvistle 1998). Kennararnir í rannsókninni
geta allir auðveldlega rætt um kennslu sína og
hvernig þeir skipuleggja hana og framkvæma
og leita í sameiginlega þekkingar- og
reynsluforða sem kalla mætti starfsþekkingu
(craft knovvldge) (Leinhardt, 1990; van Driel og
fleiri, 1997). Sá þekkingarforði er byggist upp
af langri reynslu kennara úr eigin skólagöngu
og yfirleitt orðaður með hversdaglegum hætti
meðal samstarfsfélaga (Ballantyne, Bain og
Packer, 1997). Kennslureynsla kennaranna er
mismikil og það er greinilegur munur er á
hugsun kennarans, Láru, sem er ný í starfi og
hinum fjórum sem hafa kennt í 13-15 árog búa
yfir langri kennslureynslu. A meðan Ingvar
segist þurfa að breyta til í kennslunni af því
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004