Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 31
29
Herr, & Nihlen, 1994; Cochran-Smith &
Lytle, 1999). Samkvæmt Cochran-Smith og
Lytle (1999) þróuðust þær frá hugmyndum
um að kennurum sé nauðsynlegt að taka þátt í
samræðum við aðra kennara um kennslu byggða
á eigin reynslu í þá átt að þeim sé nauðsynlegt
að geta sett fram eigin kenningar um nám og
kennslu sem byggja á eigin starfi. Jafnvel þó
margir fræðimenn viðurkenni að kennarinn sé
lykilmaður þess sem gerist í skólastofunni þá er
sjaldgæft að þekking þeirra sé virt eða hennar
sé getið í rannsóknum. Ekki er oft sóst eftir
hugmyndum eða sjónarhorni þeirra en á sama
tíma er þess vænst að þeir viðurkenni og taki
tillit til niðurstaðna rannsókna annarra (Apple
& Jungck, 1992; Goodson, 2000; McNamara,
1994; Zeichner. 1994).
Að mati Van Manen (1999) gefa kennara-
rannsóknir kennurum tækifæri til að skoða og
hugsa um starf sitt út frá kennslu-fræðilegu
sjónarhorni.
Rannsóknarverkefnin verða til þegar leitað
er lausna í skólaumhverfinu með persónulegum
en jafnframt faglegum spurningum. Rannsókn-
imar örva samræður um það sem gerist í
skólastofunni og draga ómeðvitaða þekkingu
kennara upp á yfirborðið. Um leið gefa þær
kennurum tækifæri til að ígrunda eigið starf
á gagnrýninn hátt, leita að svörum sem skipta
máli í daglegu amstri og skapa vettvang til
virkrar þátttöku í þróunarverkefnum. Markmið
kennararannsókna er að hafa áhrif á breytingar
í skólastofunni, virkja kennara til að setja fram
nýjar hugmyndir, framkvæma og um leið að
skilja betur eigin þekkingu. Santkvæmt þessu
þá geta rannsóknir sem gerðar eru af starfandi
kennurum gefið kennurum tækifæri til að
koma skoðunum sínum og reynslu á framfæri
og fært okkur einstaka þekkingu um nám og
kennslu.
Loughran (1999) og Kincheloe (1991) telja
að það skipti miklu máli að rannsóknir séu
aðgengilegar kennurum en jafnframt að þær
nýtist þeim. Ef þær geri það ekki þá munu
kennarar ekki sýna niðurstöðum þeirra áhuga
eða veita þeim athygli. Kincheloe (1991) telur
jafnframt að kennararannsóknir geti virkjað
kennara til þátttöku í þróun skólamála og færi
þeim einnig færni og tækifæri til að ígrunda
eigið starf á gagnrýninn máta og bera saman
tengsl kenninga í félags- og menntunarfræðum
við það sem gerist í skólastofunni. Þrátt fyrir
að kennarar séu þess ekki alltaf meðvitaðir þá
er í raun ekki hægt að kenna án þess að byggja
á kenningum um nám og kennslu (Handal
& Lauvás, 1982; Handal & Lauvás, 1987).
Segja má að áskorunin til kennara felist í því
að draga fram í dagsljósið þann fræðilegan
bakgrunn sem daglegar framkvæmdir þeirra
byggja á.
Kennararannsóknum er hægt að líkja við
hringferli sem byggir á þeirri hugmynd að hafist
sé handa við eigin framkvæmd, hún ígrunduð
á gagnrýninn hátt, metin, áætlun endurskoðuð
og að lokum fer fram ný framkvæmd byggð á
þeirri endurskoðuðu. Þetta hringferli eða spírall
fær kennarann til að gera sér grein fyrir, skilja
og umbreyta þeirri einstöku þekkingu sem
daglega verður til í skólastofunni (Whitehead,
1993). Aðferðin er leið kennara til að sjá í nýju
ljósi hvernig þeirtengjast hver öðrum jafnt sem
hinu stærra skólasamfélagi. Þessi meðvitund
getur verið aflgjafi og fróðleikur í senn og
skapað samræður sem vakna vegna spurninga
sem verða til úr þeirra eigin reynsluheimi í
skólastofunni (Hafdís Guðjónsdóttir, 2000).
Markmið kennararannsókna er að rannsaka
þær uppeldis- og kennslufræðilegu kenningar
sem hafa áhrif á framkvæmdina og benda á
kennslu sem ferli þar sem kenningar eru settar
fram, gagnrýndar og nýjar þróaðar.
Ýmsir fræðimenn leggja áherslu á að
samvinna kennara og fræðimanna og kennara
innbyrðis skipti miklu máli og að getan til
að breyta liggi f henni (Bodone, 2004). Þeir
segja m.a. að það að skilja nám og kennslu sé
ekki einstaklingsvinna, heldur byggist það á
virkum samskiptum fagmanna og tækifærum
til að deila reynslu sinn. Því meiri samskipti
sem kennarar eiga og því meira sem þeir
ígrunda starf sitt þeim mun meiri möguleika
eiga þeir á að bæta það sem þeim fínnst
mikilvægast (Fullan & Stiegelbauer, 1991;
Hopkins et al., 1994; Loughran & Northfield,
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004