Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 162
160
efnafræði sem var býsna ólík þeim sögum sem
ég var vanur að búa til af svipuðunt atburðum,
þ.e. æfingakennslu. Hlutir sem áður tilheyrðu
„bakgrunninum“ urðu nú áhrifaþættir í námi
Önnu. Hér á ég bæði við áþreifanlega hluti
eins og skólastofuna með öllum sínum búnaði
(taflan, nryndvarpinn, borða- og sætaskipan,
námsbókin á hverju borði) en líka „andlega
hluti” eins og talshætti og viðhorf í skólanum,
móðurmálið, tungutak efnafræðinnar og
talshætti skólasamfélagsins. Allt þetta sá ég nú
„að verki í Önnu” ásamt ýmsum þáttum sem
einkenna hana sem persónu. Sú sýn sem liggur
hér að baki er menningarleg sýn á mannlegar
athafnir. Maðurinn er ekki eyland í umhverfi
sínu. Umhverfið er ekki umgjörð utan um
hann. Það býr í honum og hann í því. Þegar
ég nota hamar renna ég, hamarinn, naglinn
og smfðisgripurinn saman í eina heild, eina
verkmynd. Maðurinn og umhverfið verða eitt
í athöfn.
Þannig fór ég að sjá athafnir Önnu og um
leið varð mér ljóst að það að læra að kenna er
ekki bara spurning um að tileinka sér einhver
fræði og beita þeim á vettvangi. Vettvangurinn
mótar athafnir kennaranemans og hefur áhrif á
hvað hann lærir og inn í myndina fléttast líka
lífssaga hans og talshættir um nám og kennslu
sem hann hefur tamið sér eða vanist.
Tungumálið er verkfæri. Ný orð og talshættir
geta opnað okkur nýja heima og gefið okkur
ný sóknarfæri, jafnvel möguleika á að bæta
störf okkar. Áður en ég hófst handa með
doktorsverkefni mitt hafði ég starfað mörg
ár með kennaranemum og oft orðið var við
áhrifsmátt skólans og skólastofunnar. Hins
vegar gat ég ekki eða átti erfitt með að yrða
þessa tilfinningu. Þetta hefur breyst. Nú er ég
fær um að yrða þessa reynslu, lýsa því sem
áður var bara tilfinning. Og þetta gefur mér
nýjan kraft. Ég sé eitthvað sem ég sá ekki
áður, nýtt landslag hugarins og ný sóknarfæri,
nýja möguleika til athafna. Ný orð skapa nýja
heima.
Mitt hlutverk er að leiðbeina kennaranemunr,
hjálpa þeim að læra að kenna. Hvernig ég
geri þetta hlýtur að markast af þeirri sýn sem
ég hef á kennaranám. Áður hugsaði ég um
kennaranám á svipaðan hátt og efnafræðinám:
maður lærir hugtökin og beitir þeim. Nú liugsa
ég um kennaranám sem langtímaferli þar sem
nrenning, tungutak, lífssaga, vettvangur og
fræði fléttast saman. Það gefur auga leið að
slík sýn vísar á öðruvísi starfshætti. Hlutverk
mitt í þessari nýju mynd er nú umfram allt að
hjálpa kennaranemum mínum að spinna góðan
vef úr öllum þessum þráðunr. Það gefur auga
leið að slíkt er ekkert áhlaupaverk. Að verða
góður kennari er mikil kúnst.
Lokaorð
Rannsókn mín snerist um tvær meginspurn-
ingar:
• Hvernig lærir fólk að kenna?
• Hvernig get ég bætt starfshætti mína?
Hvað fyrri spurninguna varðar þá er Ijóst að
svarið við henni er háð því hvaða sjónarhól
maður velur sér. Ég valdi að skoða málið frá
sjónarhóli nýverkhyggju. Þegar það er gert
blasir við mynd sem er talsvert ólík því sem
hefðin gerir ráð fyrir. Nú birtist tungumálið
sem lykilþáttur í námi. Að læra að kenna er
að verulegu leyti spurning um að auka sér
orðaforða og temja sér nýja talshætti og gildir þá
einu hvort maður er að læra að kenna efnafræði
eins og hún Anna okkur eða hvort maður er að
læra að kenna öðrum að kenna eins og ég var
að læra í doktorsverkefni mínu. í tilviki Önnu
fólst hennar nám að miklu hætti að tileinka sér
orð og talshætti senr framhaldsskólakennarar
hafa verið að þróa um langan aldur. í nrínu
tilviki fólst námið í því að læra að tala öðruvísi
um kennaramenntun en ég hafði vanist. Eins
og að framan greinir fór ég þá að sjá hlutina
í nýju ljósi og, það sem mestu máli skiptir,
gera hlutina öðruvísi. Nú legg ég áherslu
á ígrundun og umræður í vinnu minni með
kennaranemum. Áður en kennaranemi kemur
í tíma til mín Kennslufræði raungreina glímir
hann við spurningar á borð við: „Hvað merkir
orðið nemandi f mínum huga?“ og „Hvað er
kennsla fyrir mérV Með spurningum af þessu
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004