Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 80
78
nemenda og kennara, að taka tillit til nemenda
og kennara, formleiki/óformleiki. I áttunda
og síðasta hlutanum voru spumingar um sýn
þátttakenda á skólastarf og þau lífsgildi sem
hafa mótað hana, s.s. hvort skólinn eigi að koma
til móts við þarfir hvers og eins, er samkeppni
af hinu góða, agi skiptir máli, góður stjórnandi
er rökvís og lætur tilfinningarnar ekki stjórna
ákvörðum sínum og gerðum.
Gögn úr spurningalistanum voru sett fram
í súluriti þar sem munur á körlum og konum
komi skýrt fram og var tilgangurinn sá að sjá
á myndrænan og lýsandi hátt hvort og hvar
kynjabundin munur á gildismati lægi.
Viðtölin fóru öll fram á skrifstofu skóla-
stjóranna og voru tekin í apríl og maí 2001.
Viðtölin voru hálfopin, þ.e. ég hafði undirbúið
þau atriði sem ég vildi ræða um og ekki var um
beinar spurningar að ræða. Þau atriði sem ég
vildi ræða voru sömu atriðin og spurt var um í
spurningalistanum.
Tilgangur viðtalanna við skólastjórana var
að öðlast skilning á því hvernig skólastjórar
líta á gildi og hvaðan þeir telja sig hafa fengið
þau gildi sem hafa áhrif á stjórnunarlega
hegðun þeirra. Með viðtölum er hægt að kafa
dýpra í viðfangsefnið, unnið er með skilning
og er markmiðið að rannsakandi sjái og skilji
veröldina út frá augum viðmælanda (Hitchcock
og Huges 1995:12).
I úrvinnslu gagnanna voru viðtölin notuð til
þess að styðja við niðurstöður spurningarlistans
og til þess að setja fram í orðum hugmyndir og
skoðanir skólastjóranna á þeim gildum sem
þeir töldu að þeir hefðu og því gildismati
sem þeir töldu endurspeglast í stjórnunarlegri
hegðun sinni.
Niðurstöður
Hverjar eru svo niðurstöður rannsóknarinnar
og á hvern hátt eru þær frábrugðnar erlendum
rannsóknum þar sem skoðaður hefur verið
munur á stjórnunarlegri hegðun karl- og
kvenskólastjóra? Hafa verður í huga þegar
niðurstöðurnar eru skoðaðar að það sem
fólk segist gera endurspeglast ekki alltaf í
hegðun þess. Því gefa niðurstöðurnar ákveðnar
vísbendingar en ekki er hægt að fullyrða neitt
nema að fylgst sé með hegðun skólastjóranna
og hegðun þeirra skráð.
Hlutfallslega fleiri konur eru skólastjórar í
grunnskólum hér á landi en erlendis. Islenskar
konur eru auk þess mun yngri þegar þær gerast
skólastjórar en erlendar kynsystur þeirra og
eru yngri kvenskólastjórar hlutfallslega fleiri
en karlarnir.
Konur gerast skólastjórar eftir að hafa verið
kennarar. Þær sleppa millistjórnunarstiginu
sem stallsystur þeirra erlendis gera ekki, að
öllum líkindum vegna þess að millistjórnendur
eru tilltölulega ný stétt, s.s. deildarstjórar,
fagstjórar o.fl., í skólasamfélaginu á íslandi.
Aður var það einungis aðstoðarskólastjóra-
starfið sem talist gat millistjórnunarstarf.
Karlarnir fara þessa hefðbundnu leið: Kennari
- aðstoðarskólastjóri - skólastjóri.
Fleiri konur en karlar eru með framhalds-
menntun af einhverju tagi bæði á Islandi og
erlendis. Þá stjórna karlar frekar stærri skólum
en konur en þó er hópur karla sem stjórna
mjög litlum skólum. Erlendis stjórna karlarnir
fjölmennu gagnfræðaskólunum en konurnar
barnaskólunum sem eru fámennari.
Hvorki karlar né konur velja sér kennslu
sem ævistarf snemma á lífsleiðinni en algengt
er erlendis að konur geri það. Fjölskylda og
umhverfi hefur ekki afgerandi áhrif á starfsval
kynjanna en erlendis eru þetta þættir sem
hafa meiri áhrif. Kennsla virðist vera fyrsti
kostur þegar ævistarf er valið því kynin velja
kennarastarfið vegna áhuga á að starfa með
börnum og unglingum. Erlendar rannsóknir
sýna að kennsla er ekki fyrsti valkostur karla.
Bæði konur og karlar gerast skólastjórar til
að hafa áhrif á skólaslarf eða vegna þrýstings
um að taka starfið að sér. Það er sambærilegt
við erlendar rannsóknir hvað konur varðar en
ekki hvað varðar karlana. Þá gera hvorki karlar
né konur upp hug sinn um að gerast skólastjórar
meðan á námi stendur. Erlendis eru það karlamir
sem stefna að því strax í kennaranámi að gerast
skólastjórar. Hærri laun eru ekki áhrifavaldur
hjá íslenskum skólastjórum en erlendis skipta
launin máli hjá körlum.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004