Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 34
32
ferli þar sem búið er til myndrit eða líkan
af margvíslegum hugtökum, hugmyndum og
tengslum þekkingar og skilnings. Þau geta
verið öflug tæki við endurskipulagningu
menntunnar (Martin & Kompf, 1996). Buzan
og Buzan (1993) útskýra hugarkort sem öfluga
sjónræna framsetningu sem hægt er að nota
þegar markmiðið er að bæta nám og hugsun eða
endurskipuleggja menntun. Þeir hafa skipulagt
hugarkort á þann veg að meginhugtakið er sett
í miðjuna, meginþemu í kring, en lykilhugtök
greinast síðan frá meginþemanu. Hugarkort
eru talin auka hæfileikann til að flokka, para,
víkka sjóndeildarhringinn, þróa hugsanir um
málefni og skapa nýja þekkingu.
Hugarkortagerðin er mikilvæg til að skrá
ferli breytinga á kennimyndum. Að setja
fram hugsanir sínar á þennan máta hjálpar
kennurum til að skoða hugmyndir sína um
ákveðin fyrirbæri og skapar vettvang fyrir
ígrundaðar samræður. Það getur líkað hjálpað
þeim að sjá tengingar og samspil sem skapast
milli ákveðinna þátta í starfi þeirra og velta
fyrir sér nýjum viðmiðum. Þau má líka nota til
að lýsa, greina og meta tiltekin verkefni.
í fyrsta viðtalinu bað ég kennarana um að
sýna með mynd eða hugarkorti hvernig þeir
sjá sjálfa sig sem kennara, hvað þeir gera og
hvers vegna. Ég bað þá einnig um að sýna
tengsl þeirra við börnin, foreldra, samkennara,
samstarfsfólk, í skólanum og í samfélaginu.
Ég lét þá hafa stórt biað og liti og yfirgaf
þá síðan í þrjátíu mínútur. Ég hvatti hvern
þeirra til að tjá sig á þann máta sem hann kysi
helst, með orðum, táknum, litum, myndum,
mismunandi stærðum, línum, merkjamáli,
stigskiptu kerfi eða tölusettri röð. Útkoman
varð mismunandi eftir kennurum og hér kemur
mynd af hugtakakorti kennara sem setti sjálfan
sig í miðjuna og flokkaði síðan starfið eftir
ákveðnum áhersluatriðum .
Annar sá sig sem leikara á sviði og teiknaði
sjálfan sig á milli leiktjalda og leikmuna. Þar
voru líka hringir og línur og sólin skein síðan
á þetta allt. Þegar hann útskýrði myndina fyrir
mér sagði hann:
Mér finnst ég oft standa á sviði þar sem þess
er krafist af mér að vinna mjög, mjög vel en á
sama tíma reyni ég að njóta þess sem ég geri. Ég
þarf að láta sólina skína úr hjarta mínu og kenna
börnunum að hugsa jákvætt um hvert annað.
Hringirnir eru bömin og línumar sem ég teiknaði
frá þeim em til að minna mig á að ég verð að
kenna þeim að jarðbinda sig og láta sólina skína
í hjarta sínu.
Þetta dæmi var mjög listrænt, þar sem
kennarinn tjáði á mjög táknrænan hátt með
táknum, litum, formum og línum hvernig
hann sér sjálfan sig sem kennara. Sá þriðji
gerði þetta á allt annan rnáta. Hann setti
skólastjómina í miðjuna sem megin mál en
skrifaði síðan kennari í neðra hornið vinstra
megin og tengdi síðan saman meginþemu.
Þau voru lög og reglugerðir, námskrá, sam-
starfsaðilar, nemendurog foreldrar. Frá þessum
þemum teiknaði hann greinar með lykilatriðun.
Hreyfingin í kortinu var mikil en um leið var
það mjög nákvæmt og margt tínt til. Þetta eru
þrjú dæmi um hvernig kennarar sáu sjálfan
sig, hinir þrír voru einnig ólíkir. Kortagerðin
nýttist okkur mjög vel vegna þess að hún
skapaði vettvang til samskipta og hjálpaði til
að bera kennsl á fagmennsku kennaranna og
vísbendingar um það hvernig kennarar hugsa.
Fagleg starfskenning
Tilgangur rannsóknarinnar var meðal annars sá
að ígrunda með kennurum þann fræðilega og
siðfræðilega grunn sem starf þeirra er sprottið
úr. Minn þáttur fólst í því að skapa þeim tækifæri
til að skoða sjálfan sig og kennarastarfið ásamt
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004