Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 109
107
viðtalanna. Eftir að hafa kóðað öll viðtölin
hófst flokkun þeirra eftir þeim þemum sem
komu fram. Þau þemu sem höfðu fengið mesta
umfjöllun samkvæmt kóðuninni voru síðan
dregin sérstaklega fram.
Niðurstöður
Skólahverfið hefur sérstöðu að því leyti að
þar er meira af félagslegum leiguíbúðum en
í öðrum borgarhverfum. Nýir nemendur sem
innritast í skólann koma mest frá fjölskyldum
sem þar búa. í félagslegu leiguíbúðunum búa
margar fjölskyldur, ekki síst barnafjölskyldur,
sem standa höllum fæti og eru háðar opin-
berum stuðningi til framfærslu. í hverfinu
búa fleiri einstæðir foreldrar en í öðrum
hverfum og börn einstæðar foreldra eru þar
mun fleiri (Árbók Reykjavíkur 1999). Þá hefur
meirihluti íbúanna stutta skólagöngu og meðal
fjölskyldutekjur eru lágar (Elsa Reimarsdóttir
og Hildur Björk Svavarsdóttir, 1999)
I skólanum hefur fráupphafi verið hátt hlutfall
nemenda með sérþarfir. Það hlutfall hafði þó
aldrei verið eins hátt og það var þennan vetur og
virtist fara vaxandi. Nemendum hafði fækkað í
skólanum en samt hækkaði hlutfall þeirra sem
þörfnuðust sérstaks stuðnings. Með fjölgun
þeirra breyttist samsetning nemendahópsins
og vandi skólans jókst, því hann var ekki í
stakk búinn til að veita þeim öllum viðeigandi
kennslu og þjónustu. Kennarar segja duglega
nemendur vera í minnihluta í bekkjunum, öfugt
við það sem áður var, og að þeir séu með „allt
öðruvfsi böm í höndunum“ en áður. Þórunn,
sem kennt hefur lengi við skólann, segir að í
gegnum tíðina hafi þeim tekist að halda í við
og taka á ýmsum málum en „nú sé þetta komið
út yfir öll mörk“ og að skólinn standi frammi
fyrir vanda sem hann ráði ekki við. Breytingin
er ekki einungis vegna fjölgunar nemenda með
námserfiðleika heldur er vandi þeirra einnig
að ýmsum öðrum toga. Hafdís bendir á að
fjölgun nemenda með frávik sé ekki einungis
í þessum skóla heldur hafi þeim fjölgað í
flestum skólum.
Námið sækist seint
Kennurum gengur erfiðlega að koma nemend-
unum áfram í námi. Mörgum börnunum virðist
ganga illa að tileinka sér hefðbundið skólanám
og einkunnir þeirra eru að meðaltali talsvert
undir því sem gerist í öðrum skólum. Kennarar
sem hafa kennt við aðra skóla hafa samanburð.
Þeir segja að það hafi verið „algert sjokk“ að
koma í þennan skóla, að nemendur séu miklu
slakari og vandamálin miklu fleiri. Hrefna
segist ekki geta gert svipaðar námskröfur og
hún gerði til nemenda sem hún kenndi áður
og Inga segist verða miklu meira vör við alls
konar erfiðleika en sig hafi óraði fyrir. „Það
eru alveg gífurlega mikil vandamál inni í öll-
um bekkjum", segir Jórunn og hún telur að
mikið af agavandamálunum sé „út af hverfinu
sem við erum í.“
Ofalgengterað nemendursinniheimanáminu
lítið eða ekki að sögn kennara og fái litla
aðstoð frá heimilunum því foreldrar virðast
ekki hafa tök á að fylgja því eftir sem skyldi.
Þetta kostar ergelsi og ávítur en allt kemur fyrir
ekki. Eftirfarandi orð Hafdísar skýra ef til vill
um hvað vandinn snýst:
Það eru ekki nema þeir sem standa allra verst í
samfélaginu sem koma hingað [í þetta hverfi]. Og
... mér finnst það bara eðlilegt að það fólk hafí
ekki sama metnað og hinir ... Það kemur vegna
þess að það verður að koma með börnin sín [í
skólann]... en ekki vegna þess að það sé tilbúið að
fara að sitja með barninu við heimalærdóm.
Kennurum verður tíðrætt um nemendur sem
skortir aðhald og stuðning frá fjölskyldum
sínum og eiga félagslega, tilfinningalega og
námslega erfitt. Þeir hafa áhyggjur af þessum
bömum. Þeir tala um erfiðleika barna „út af
slæmri meðferð og illri umhirðu", segja að
sum börnin séu illa sofin og jafnvel svöng.
Það sé algengt að þau komi ólærð eða illa lærð
í skólann, að mætingar sumra nemenda séu
óásættanlegar og að illa gangi að ráða bót á því.
Þeir eru að reyna að kenna nemendum að fara
að reglum, setja þeim mörk, kenna umgengni-
og samskiptavenjur og jafnvel kenna þeim
hvernig þeir eigi að þrífa sig.
Málin sem kennararnir eru að fást við „eru
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004