Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 114
112
Samantekt og umræða
í skólahverfinu eru meðal tjölskyldutekjur
lágar og meirihluti íbúanna hefur stutta skóla-
göngu. Þar búa fleiri börn hjá einstæðum
foreldrum en í öðrum hverfum borgarinnar og
margar barnatjölskyldur eru skjólstæðingar
félagsþjónustunnar. Það er umhugsunarefni
hvernig hægt er að styðja betur við barna-
fjölsky ldur sem eiga efnahagslega og félagslega
erfitt svo vandi þeirra bitni ekki á börnunum.
Frá upphafi hefur skólinn haf fleiri
nemendur með sérþarfir en aðrir grunnskólar
(úr gögnum skólans: Obirt skýrsla). Þeirri þörf
hefur verið mætt með ýmis konar úrræðum
umfram þau sem aðrir skólar hafa. A síðustu
árum hefur orðið breyting á nemendasam-
setningunni. Nemendum sem þurfa sérkennslu
og sérstuðning hefur fjölgað þrátt fyrir fækkun
í skólanum. Kennararnir segja skólann ekki
ráða lengur við þetta. Það sé búið að gjörnýta
öll tiltæk úrræði en það dugi ekki til. Nú sé
komið út fyrir öll mörk.
Mestu erfiðleikana segja kennarar stafa af
ófullnægjandi ytri aðstæðna sumra nemenda,
og skort á stuðningi. Vandi þeirra og vanlíðan
brýst út með ýmsu móti. Það segir sig sjálft að
börn sem alast upp við erfiðar uppeldisaðstæður
og eru í tilfinningalegu ójafnvægi, eiga erfitt
með að einbeita sér í námi enda er náms-
árangur þeirra slakur. Arangursleysi þeirra,
erfið hegðun, truflanir í tímum, óstundvísi og
fleira, tengist þessum erfiðu ytri aðstæðum
barnanna að mati kennara. Skólinn er sagður
vera „fasti punkturinn" í tilveru þeirra, hald-
reipið sem þau „treysta á“.
Kennaramir þurfa að takast á við margs
konar vanda en þeir eiga góða að þar sem
stjórnendur eru. Þeir segjast alltaf geta leitað
til þeirra en geri það hins vegar ekki nema
nauðsyn beri til því stjórnendur séu undir miklu
álagi. Það kemur niður á skólastarfinu að þeirra
mati. Kennarar segja stjórnendur sjást of lítið
á kennslusvæðinu og að skólann vanti faglega
forystu. Sjálfir segjast þeir sjaldnast fá hrós eða
hvatningu í starfi enda viti stjórnendur lítið hvað
þeir séu að fást við inni í bekkjardeildum. Allt
þetta tengja þeir of miklu álagi á stjórnendur.
Það er alvörumál ef stjórnendur, sem eiga að
leiða skólastarFið bæði faglega og félagslega,
eru svo önnum kanfir í pappírsvinnu og ýmis
konar „bráðaþjónustu“ að þeir geti ekki verið
það forystu- og umbótaafl sem þeim er ætlað.
Það er komin þreyta í kennarahópnum.
Þreyta sem hefur búið um sig á löngum
tíma í glímu við óvenju erfið viðfangsefni og
aðstæður sem þeir ráða lítt við. Þreytan kemur
sterkt fram í viðtölunum við þá. Það er ekki
síst vitneskjan um vanda nemenda sem dregur
þá niður en einnig óvissan um hvort eitthvað
verði gert sem gæti bætt ástandið. Það tekur
á að vita af erfiðleikum og vanlíðan barnanna
og fá lítið að gert. Þeir ræða tilfinningar
sem hrærast með þeim svo sem vonbrigði,
vanmátt, vonleysi, kvíða, áhyggjur, reiði og
sektarkennd. Meðal þess sem veldur sektar-
kennd er sú skoðun að þeim takist ekki að
sinna nemendum sínum nógu vel, að það sé
verið að svíkja þá um kennslu sem þeir eigi rétt
á. Þeir tala um svekkelsi og finna til reiði vegna
ástandsins og segja álagið hvíla þungt á fólki.
Þeir segja að það gangi illa að fá ráðamenn til
skilja hvað staða barnanna er alvarleg.
Það er lán skólans að hann hefur öflugt
starfslið sem sparar sig hvergi við að reyna
að leiðbeina nemendum og greiða úr hvers
kyns vanda. Hópurinn heldur saman og það
er ekki síst vegna samstarfsfólksins sem þau
haldi áfram að kenna við skólann þrátt fyrir
erfiðleikana og álagið.
Ainscovv, M. og Muncey, J. (1989). Meeting
individual needs in the primary
education. London: David Fulton
Publishers.
Andersson,G. (1998). Samband nrellan
social kompetens, problembeteende ock
skolmotivation? í E. Backe-Hansen og
T. Ogden (Ritstj.), 10-áringer i Norden:
Kompetanse, risiko og oppvekstmiljd
(bls. 151-170). Kaupmannahöfn: Nordisk
Ministerrád.
Heimildir
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004