Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 41

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 41
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 39-47 39 Mótun starfskenninga íslenskra framhaldsskólakennara Hafdís Ingvarsdóttir Háskóla íslands Rannsóknir benda til að kennarar byggi kennsluna á starfskenningum sem oftast eru lítt eða ekki meðvitaðar. Því hefur verið haldið fram að ein undirstaða þess að kennarar vaxi í starfi sé sú að þeir þekki eigin starfskenningar og geti rætt þær. I þessari grein verður fjallað um rannsókn á starfskenningum kennara sem kenna ensku og raungreinar (eðlis- og efnafræði) í íslenskum framhaldsskólum. Gert er grein fyrir hvað kennarar telja að hafi helst mótað starfskenningar sínar. Sjónum er beint að að þrem meginþáttum: mikilvægi tengslanna við nemendur, mikilvægi samræðunnar í samstarfi kennara og tilfinningatengsla þeirra við greinina. I framhaldi af þessum niðurstöðum er fjallað um mikilvægi þess að efla grunn- og símenntun kennara. Þrátt fyrir töluverða grósku í rannsóknum á hvernig kennarar hugsa um starf sitt og áhrifa þeirrar hugsunar á vinnu þeirra með nemendum er þekking á þessu sviði enn mjög takmörkuð (Day, Calderhead og Denicolo, 1993). í hefðbundum rannsóknum á kennarastarfinu hefur löngum verið litið á kennara sem viðföng (objects); rannsakendur voru að afla þekkingar um kennara og gögnum var einkum safnað með spurningalistum og gátlistum (Shulman,1986). A síðastliðnum tveimur áratugum hefur ný rannsóknarhefð verið að ryðja sér til rúms í kennararannsóknum (Kagan, 1992; Pope,1993). Samkvæmt henni er áherslan á rannsóknir í samvinnu við kennara sem endurspeglar breyttar hugmyndafræðilegar forsendur kennararannsókna og undirstrikar hið mikilvæga hlutverk sem kennaramir sjálfir gegna í þessum rannsóknum og það markmið að láta rödd kennara heyrast. Rannsóknir af þessari gerð beinast að einstaklingum eða það sem Kelly (1955) hefur nefnt ‘idiografiska’ nálgun. í stað þess að að áherslan beinist að því að afla þekkingar um kennarann hefur áhuginn beinst að þeirri þekkingu sem kennarinn býr yfir. Sú rannsókn sem hér verður fjallað um byggist á þessari hefð. Starfskenningar í verki Eitt markmið þeirrar rannsóknar sem hér um ræðir var að auka skilning á hvað mótar hugmyndir fagkennara um starf sitt. Ég kýs að nota orðið ‘starfskenning’ um þessar hugmyndir kennara, þ.e. persónulegar kenningar kennara um starf sitt. Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um hugmyndir og viðhorf kennara og nefnt þær ýmsum nöfnum. Sem dæmi um slík hugtök má nefna: ‘Metaphors/beliefs' (Munby, 1984). ‘Personal Practical Knowledge’ (Connelly og Clandinin, 1988), ‘Teacliers’ theories’ (Yaxley, 1991), Uppeldissýn (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1999 ) og mörg fleiri hugtök mætti upp telja. Samkvæmt skilgreiningu minni á þessu hugtaki er starfskenning fagkennarans persónu- bundin kenning kennara um nám og kennslu sem hver kennari þróar stöðugt með sér f gegnum nám og starf (Hafdís Ingvarsdóttir, 2003). í starfskenningunni fléttast því saman siðferðileg gildi, fræðilegt nám, þ.e. nám í grein og kennslufræðinám ásamt því sem ég nefni reynslunám það er það sem kennari lærir í starfi m.a. við ígrundun og samræður við starfsfélaga. Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.