Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 41
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árg. 2004, 39-47
39
Mótun starfskenninga íslenskra
framhaldsskólakennara
Hafdís Ingvarsdóttir
Háskóla íslands
Rannsóknir benda til að kennarar byggi kennsluna á starfskenningum sem oftast eru lítt eða ekki
meðvitaðar. Því hefur verið haldið fram að ein undirstaða þess að kennarar vaxi í starfi sé sú
að þeir þekki eigin starfskenningar og geti rætt þær. I þessari grein verður fjallað um rannsókn
á starfskenningum kennara sem kenna ensku og raungreinar (eðlis- og efnafræði) í íslenskum
framhaldsskólum. Gert er grein fyrir hvað kennarar telja að hafi helst mótað starfskenningar
sínar. Sjónum er beint að að þrem meginþáttum: mikilvægi tengslanna við nemendur, mikilvægi
samræðunnar í samstarfi kennara og tilfinningatengsla þeirra við greinina. I framhaldi af þessum
niðurstöðum er fjallað um mikilvægi þess að efla grunn- og símenntun kennara.
Þrátt fyrir töluverða grósku í rannsóknum á
hvernig kennarar hugsa um starf sitt og áhrifa
þeirrar hugsunar á vinnu þeirra með nemendum
er þekking á þessu sviði enn mjög takmörkuð
(Day, Calderhead og Denicolo, 1993). í
hefðbundum rannsóknum á kennarastarfinu
hefur löngum verið litið á kennara sem viðföng
(objects); rannsakendur voru að afla þekkingar
um kennara og gögnum var einkum safnað með
spurningalistum og gátlistum (Shulman,1986).
A síðastliðnum tveimur áratugum hefur
ný rannsóknarhefð verið að ryðja sér til
rúms í kennararannsóknum (Kagan, 1992;
Pope,1993). Samkvæmt henni er áherslan
á rannsóknir í samvinnu við kennara sem
endurspeglar breyttar hugmyndafræðilegar
forsendur kennararannsókna og undirstrikar
hið mikilvæga hlutverk sem kennaramir sjálfir
gegna í þessum rannsóknum og það markmið
að láta rödd kennara heyrast.
Rannsóknir af þessari gerð beinast að
einstaklingum eða það sem Kelly (1955) hefur
nefnt ‘idiografiska’ nálgun. í stað þess að
að áherslan beinist að því að afla þekkingar
um kennarann hefur áhuginn beinst að þeirri
þekkingu sem kennarinn býr yfir. Sú rannsókn
sem hér verður fjallað um byggist á þessari
hefð.
Starfskenningar í verki
Eitt markmið þeirrar rannsóknar sem hér um
ræðir var að auka skilning á hvað mótar
hugmyndir fagkennara um starf sitt. Ég kýs að
nota orðið ‘starfskenning’ um þessar hugmyndir
kennara, þ.e. persónulegar kenningar kennara
um starf sitt. Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um
hugmyndir og viðhorf kennara og nefnt þær
ýmsum nöfnum. Sem dæmi um slík hugtök
má nefna: ‘Metaphors/beliefs' (Munby, 1984).
‘Personal Practical Knowledge’ (Connelly og
Clandinin, 1988), ‘Teacliers’ theories’ (Yaxley,
1991), Uppeldissýn (Sigrún Aðalbjarnardóttir,
1999 ) og mörg fleiri hugtök mætti upp telja.
Samkvæmt skilgreiningu minni á þessu
hugtaki er starfskenning fagkennarans persónu-
bundin kenning kennara um nám og kennslu
sem hver kennari þróar stöðugt með sér f
gegnum nám og starf (Hafdís Ingvarsdóttir,
2003). í starfskenningunni fléttast því saman
siðferðileg gildi, fræðilegt nám, þ.e. nám í
grein og kennslufræðinám ásamt því sem ég
nefni reynslunám það er það sem kennari lærir
í starfi m.a. við ígrundun og samræður við
starfsfélaga.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004