Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 178
176
breyta námsskránni þannig að hægt var að
hefja nám í skólanum á mismunandi vegu eftir
tölvureynslu. Skólinn breytti því líka hvernig
nemendur voru valdir inn í skólann. I stað þess
að velja bara eftir einkunnum þá voru teknir
inn þættir eins og t.d. sjálfstæði, sköpunar-
gleði og kraftur. Einnig var tekið tillit til
efnahags, kynþáttar og kyns. Þrátt fyrir þessar
breytingar á því hvernig nemendur voru valdir
inn í skólann lækkuðu meðaleinkunnir ekki.
Til að auka áhuga stúlkna á lægri skólastigum
á tölvum hélt Carnegie Mellon námskeið fyrir
kennara í framhaldsskólum (high school) í C++
forritunarmálinu og hvernig ætti að ná fleiri
stelpum inn í tölvuáfanga í menntaskólum (og-
gagnfræðaskólunum).
Tækniháskólanum í Skövde í Svíþjóð hefur
tekist að fjölga konum í námi úr 10% í
40% á aðeins þremur árum (Jafnréttisnefnd
Háskóla íslands, 2000). Þetta tókst með því
að hanna braut sem fléttar upplýsingatækni og
tölvunarfræði saman við félags- og hugvísindi
og stærðfræði kemur inn þar sem við á sem
stuðningsefni. Konur hafa sýnt þessari braut
meiri áhuga en þeim brautum sem áður voru
við skólann.
ACM-W (ACM Committee on Women
in Computing en ACM er Association for
Computing Machinery) hefur safnað saman
fjölda greina og rannsókna um konur
og tölvunarfræði og fækkun þeirra í einn
gagnagrunn sem hægt er að nálgast á netinu og
gerð hefur verið skýrsla upp úr þessum grunni
(Giirer og Camp, 2002). í skýrslunni er settur
fram listi yfir tillögur til aðgerða að fá konur í
tölvunarfræðinám og til að halda þeim í faginu.
Má nefna sem dæmi að auka þurfi jákvæða
reynslu stúlkna af tölvunotkun fyrr en nú er
og auka áhuga stúlkna fyrr á faginu (Gúrer og
Camp, 2002).
Við Stanford háskóla hefur einnig verið
könnuð ástæða þess hve fáar konur halda
áfram námi í tölvunarfræði og koma til starfa í
háskólanum (Agrawal, Goodwill, Judge, Sego,
og Williams, 2003). Niðurstöðurnar voru m.a.
þær að þrátt fyrir að konur virtust nokkuð
ánægðar í starfi innan háskólans sóttust þær
frekar í störf á almennum markaði. Megin
ástæður fyrir fækkun kvenna í faginu sjálfu
séu m.a. skortur á áhuga og hvatningu frá
umhverfinu (foreldrum). Önnur atriði séu
langur og óreglulegur vinnutími sem konum
virðist líka síður en körlum, viðhorf karla
og kvenna til kvenna í faginu og skortur á
sjálfsöryggi og fyrirmyndum.
Sumarið 2003 var unnin rannsókn á vegum
HR til að kanna ástæður fyrir minnkandi
hlutfalli kvenna í tölvunarfræðinámi hér á
landi og til að kanna viðhorf nemenda til
tölvunarfræðináms og námsefnis sem boðið
er upp á við HR. Gerð hefur verið skýrsla
um niðurstöður þessa verkefnis (Kolbrún
Fanngeirsdóttir, Asrún Matthíasdóttir og
Hrafn Loftsson, 2003) en hér verður greint frá
nokkrum helstu niðurstöðum. Rannsóknin var
styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Aðferð
Þátttakendur í könnuninni voru nemendur í
tölvunarfræðideild (TD), kvenkyns nemendur
í viðskipta- (VD) og lagadeild (LD) við HR.
Vefkönnun var hönnuð sérstaklega fyrir þessa
rannsókn og er hægt að skipta spumingunum
í þrjá hópa:
a) Bakgrunnsspurningar,
b) spurningar um notkun, aðgang og kunnáttu
á tölvur,
c) spurningar um tölvunarfræðinámið.
Gerðir voru þrír mismunandi spurningalistar
fyrir: 1) núverandi nemendur í TD, 2)
tilvonandi nemendur í TD og 3) kvenkyns
nemendur í VD og LD við HR og voru þeir
lagðir fyrir rafrænt í júní 2003. Outcome
vefkannanaforritið (outcome.is) var notað
til að senda út spurningar rafrænt og safna
niðurstöðunum. Kannanir voru alls sendar
út til 867 þátttakenda eftir að öll óvirk net-
föng voru tekin út og voru þær opnar í tæpan
mánuð. Svörun við könnununum var almennt
góð og í heildina var svörunin 62% eða 539
svör. (Sjá 2. töflu).
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004