Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 75

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 75
73 sérstaklega að ég fann eitthvað sem hæfði mér sem kvenskólastjóra. Þó virðist þetta eitthvað vera að breytast því í nýlegri grein, hefur Sergiovanni fjallað sérstaklega um konur sem stjórnendur og segir stjórnun þeirra vera árangursríka. I gegnum tíðina hafa verið gerðar margar rannsóknir á störfum skólastjóra en þær hafa oftast verið gerðar af körlum og átt við karla. Niðurstöður þeirra voru yfirfærðar á alla skólastjóra. í rannsóknunum var lagt til grundvallar að konur og karlar í stjórnun upplifðu hlutina eins og því þyrfti ekki að rannsaka þær sérstaklega. Þær voru aðeins teknar með í niðurstöðunum ef reynsla þeirra var sú sama og karla. Kæmi það fyrir að reynsla þeirra væri eitthvað öðruvísi var litið fram hjá því og það fellt út úr rannsókninni (Owens 1998:99). Ástæðurnar voru m.a. þærað stjórnunarkenningar hér áður fyrr voru þróaðar af körlum, karlamir voru í stjórnunarstöðum en í skólunum voru konur fjölmennar sem kennarar en þær stjórnuðu þeim ekki, og karlar voru í meirihluta í skólastjórnun og rannsóknir beindust þess vegna að því að skoða þá. Tilhneigingin var sú að alhæfa því næst um niðurstöðurnar og telja að þær ættu við alla, konur líka. Konur sem fóru í skólastjórnun hlutu að starfa eftir þeim kenningum um stjórnun sem byggðar voru á rannsóknum á körlum og þeirra stjórnunarstíl. Þær höfðu á engan hátt átt þátt í að skapa það umhverfi sem þær störfuðu í og höfðu ekkert um það að segja (Enomoto 2000:376-377). Eftir að seinni kvennabaráttan (second wave °f feminism) hófst upp úr 1960 fóru konur smátt og smátt að hasla sér völl á ýmsum sviðum sem áður höfðu verið skilgreind sem karlasvið, m.a. stjórnun. Femínistar voru líka duglegir að benda á að konur hefðu marga hæfileika sem væru til þess fallnir að gera þær að skilvirkum stjórnendum. Þær héldu því t.d. fram að skólakerfið yrði betra ef að skólamenningin endurspeglaði hugmyndir og gildi kvenna. Hins vegar var og er, jafnvel enn 1 dag, við ramman reip að draga því margir trúa því að besti stjórnunarstíllinn sé skrifræðisstíll og tengja hann við karla. Því efast margir um að konur geti verið skilvirkir stjórnendur (Owens 1998:98-99). Það var ekki fyrr en fræðikonur fóru að skoða kvenskólastjóra sérstaklega út frá kvenfræðilegri nálgun sem að kvenlegu gildin voru dregin fram í dagsljósið. Það tók tíma að fá þau viðurkennd sem gildi sem einkenndu stjórnunarlega hegðun kvenskólastjóra. Þau bættust því við þau karllegu gildi sem áður höfðu komið í ljós við rannsóknir á stjórnunar- legri hegðun karlskólastjóra. Þar með varð víddin í stjórnunarfræðunum breiðari og skilningur manna á stjómunarlegri hegðun skólastjóra jókst. Nú í dag eru fræðimenn á þeirri skoðun að til að ná árangri í stjórnun þurfi stjórnunarleg hegðun kynjanna að endurspegla bæði kvenleg og karlleg gildi. Einmitt vegna þess hve fáar rannsóknir eru til hér á landi um kvenskólastjóra þar sem kvenfræðilegri nálgun er beitt valdi ég að fara þá leið í þessari rannsókn. Forsendur rannsóknarinnar var trú mín á að stjórnunarleg hegðun íslenskra skólastjóra væri ólík eftir kynferði og endurspeglaði gildismat þeirra. Þá trú byggði ég á niðurstöðum erlendra rannsókna sem sýna fram á þennan kynjabundna mun en í kaflanum hér á eftir verður fjallað um þær niðurstöður og þau gildi sem talin eru einkenna karl- og kvenskólastjóra. Erlendar rannsóknir á störfum skólastjóra Margar erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á stjórnunarlegri hegðun karla og kvenna. Niðurstöður slíkra rannsókna hafa leitt í ljós að munur er á stjórnunarlegri hegðun kynjanna. Shakeshaft komst m.a. að þeirri niðurstöðu að kvenskólastjórar fylgjast meira með starfi kennara sinna, þeir yfirgefa skólasvæðið sjaldnar, nota óformlegar stjórnunaraðferðir, vinna út frá einstökum nemendum, biðja fólk í stað þess að skipa fyrir, þeir hlusta meira, dreifa valdi, ákvarðanataka er dreifstýrð og þeir sýna meiri umhyggju (Shakeshaft 1987:166-209). Blackmore segir að karlar stjórni af Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.