Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 127

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 127
125 verður að huga að ýmsum þáttum. Meðal þess er að: a) samþætta starf metanda daglegu starfi stofnana, að breikka markmið stofnana í þá veru meðal annars að tryggja samfélag náms, b) gefa tíma til íhugunar og samræðu meðal matsaðila, starfsfólks og stjórnenda, c) endurskilgreina hlutverk og þá færni sem matsaðilar þurfa að búa yfir. Hér mætti aftur benda á mikilvægi þess að taka upp umræðu um siðvit Aristótelesar og hvernig hægt er að byggja það markvisst inn í stofnanamenningu. Torres og Preskill benda á að það geti tekið tíma að ná þessum breytingum fram þar sem stofnanir hafi tilhneigingu til að þráast við breytingum. Telja þær að hagur stofnana af því að nýta mat til þróunar sé: • að skerpa á lykilatriðum í starfseminni, • umræða og íhugun um umbætur með efri- og millistjórnendum þar sem viðhorf, sýn og forsendur stofnana eru tekin til umfjöllunar, • hugrekki til að takast á við það sem fram kemur í mati og raunhæfar hugmyndir um hvernig hægt er að tryggja þróun, byggða á reynslu, núverandi og líklegum aðstæðum. Donaldson (2001) hefur þá sýn að matsfræði verði hjálparfag framtíðarinnar. Matsfræðingar verði gjarnan með tvöfalda menntun, það er að segja með matsfræði og svo sérfræði í einhverju öðru fagi. Þannig komi matsfræðin best að gagni sem leið til þróunar. Er þetta vel í samræmi við hugmyndir Kirkegaards (í Henriksen, 1998) um hjálparlistina. Til að geta aðstoðað aðra manneskju verðum við að vita það sem hún veit og þaðan að leggja af stað. Framtfðarmatsfólk verður því að hafa alhliða góða menntun á fleiri en einu sviði. Niðurlag Innan matsfræðanna hefur fólk velt fyrir sér hverskonar menntun og bakgrunnur er æskilegur fyrir matsaðila (Modarresi ofl., 2001). Skoðanir á menntun matsaðila eru skiptar. Þó má telja nokkuð víst að það er talið nauðsynlegt að viðkomandi búi yfir staðgóðri þekkingu á viðkomandi fagsviði og matsfræðum. Það er jafnframt alveg ljóst að ein meginstoð matsfræða er aðferðafræði, önnur er þekking á þeim siðferðilegu viðfangsefnum sem tekist er á við í mati. Eins og fram er komið getur reynst matsfólki erfitt að staðsetja sig annaðhvort innan megindlegra eða eigindlegra rannsóknahefða. Matsverkefnin og eðli þeirra verður að ráða hverju sinni hvaða aðferðum er beitt. Hér er tekið undir þá skoðun að sama hvaða stofnun eða stefnu matsaðli er að meta þá verði hann ávallt að afla sér grunnþekkingar á hugmyndafræði og vinnubrögðum sem viðkomandi stofnun hefur tileinkað sér. Með þekkingu á hugmyndarfræði stofnunar og matsfræðum í farteskinu má telja matsaðila hæfan til að gera úttekt á næstum hvaða stofnun sem er. Hér er að finna tengsl við hugmyndir Donaldson (2001) um matsfræðina sem hjálparfag, að matsfólk búi yfir fjölbreyttri menntun og að í framtíðinni verði matsfólk með víðtæka menntun á fleiri en einu sviði. Matsfólk lendir sennilega oft í þeirri klemmu að vera á bandstrikinu, hjá því verður varla komist í litlu samfélagi eins og á Islandi en þá er að gera sér grein fyrir hvenær og hvemig það getur brugðist við þannig að það haldi trúverðugleika sínum. Hér að framan var minnst á áhyggjur House (1997) um að matsverkefni séu flest á vegum hins opinbera og þeim sé sinnt af örfáum aðilum. 1 litlu samfélagi eins og á íslandi er ástæða til að hafa áhyggjur House í huga. Hérlendis þekkjast flestir og því er ekki úr vegi að ætla að sú þekking geti leitt til þess að fólk sníði skýrslur og hugmyndir að því sem valdakjarninn eða sterkir hagsmunahópar telja æskilegt, eins og dæmi hafa sýnt. Hér í upphafi var minnst á mat á leikskólastarfi. Skýrslur menntamálaráðuneytisins um ytra má á leikskólum eru mjög ólíkar innbyrðis. Með vísan til þess að það sé í þágu kaupanda að hafa skýrslurnar mjög líkar má telja nokkuð víst að aðilar, sem taka út leikskóla, eru ekki að sníða skýrslurnar að þörfum ráðuneytisins. Síðan er það önnur spurning hvort þær eru Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.