Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Blaðsíða 96
94
Innan hins aðferðafræðilega ramma er
atferlisgreining vísindaleg vinnuaðferð til að
• afla nýrrar þekkingar um hegðun og
breytingar á henni, með því að skoða og
greina samspil hegðunar við umhverfi sitt,
í frumrannsóknum á rannsóknastofu (e.
experimental),
• beita þeirri þekkingu sem fæst í frum-
rannsóknum á markvissan hátt sem tækni
við margvísleg viðfangsefni daglegs lífs
(e. applied).
Frumrannsóknir í atferlisgreiningu segja okkur,
að eins og annað í náttúrunni lýtur hegðun
tiltekinni reglufestu (e. order) (Sjá t.d. Ferster
og Skinner, 1957). Reglufestan er svo aftur
forsenda þess að hægt er að spá fyrir um
hegðunina við tilteknar, skilgreindar aðstæður
(Skinner, 1957). Hvað hin hagnýta tækni er
kölluð fer eftir viðfangsefni og samhengi -
lögmálin eru alltaf þau sömu.
Hegðun verður þá og því aðeins talin og
greind með kerfisbundnunt hætti, að hægt
sé að mæla hana með staðlaðri mælistiku
sem breytist hvorki með tímanum né við þær
breytingar sem á hegðuninni sjálfri verða. Því
næmari sem mælistikan er, þvf áreiðanlegri
mynd getur hún gefið af því sem mælt er.
Tíðni (e. frequency) er slfk mælistika; altæk
(e. universal), næm og algild (e. absolute)
(Johnston og Pennypacker, 1993). Líkt og hraði
bifreiðar er mældur í kílómetrum á klukkustund
og lesinn af þar til gerðum hraðamæli, er mælt
hversu oft tiltekin athöfn birtist á afmörkuðu
tímabili; fjöldi skipta á valinni tímaeiningu,
s.s. einni mínútu. í PT nefnist mælitækið
staðlað hröðunarkort, og er eins konar afbrigði
af hlaðritanum (e. cumulative recorder) sem
Skinner útfærði á rannsóknastofu sinni (Ferster
og Skinner, 1957). Með því einu að líta á
hlaðritið sá Skinner hve oft og þétt athöfnin
átti sér stað, þ.e. rauntíðni hegðunarinnar.
Brattinn á hlaðritinu sagði til um það.
Forsenda þess að tíðni geti verið grund-
vallarmælistika hegðunar (Barrett, 2002;
Skinner, 1950) er að viðfangsefnið sem
mæla skal sé merkjanlegt og í teljanlegum
einingum. A rannsóknastofunni er umhverfið
einfaldað svo auðveldara sé að greina og stýra
áhrifabreytunum af nákvæmni. í þjálfunarbúri
Skinners er slá sem tilraunadýrið ýtir á. Sláin
er tengd í gegnum rafliða sem markar tiltekna
athöfn og miðlar henni til tölvuforrits sem
sýnir okkur hliðstætt graf og penninn gerði á
hlaðrita Skinners. í hvert skipti sem ýtt er á
slána hreyfist penninn upp þannig að tíðni og
taktur athafnanna skapa það hegðunarmynstur
sem myndast á hlaðritinu. Flvert útslag pennans
markar hina merkjanlegu og teljanlegu einingu
hegðunarinnar -athöfn.
Athöfn sem birtist aftur og aftur í hegð-
unarstreyminu þegar hún hefur tilteknar
afleiðingar eins og mat eða aðrar greiðslur en
sést annars ekki, nefndi Skinner virka athöfn
eða óperant (Skinner, 1938). Skilgreiningin
á óperant hugtakinu felur í sér auknar líkur
þess að merkjanleg og teljanleg athöfn verði
endurtekin eftir að hafa framkallað tilteknar
afleiðingar eða greiðslur (Guðríður Adda
Ragnarsdóttir, 1991:7; Skinner, 1938, 1981).
Athöfnin getur verið hver sem er, s.s. að ýta
á slá, rétta upp hönd, eða segja málhljóð, svo
dæmi séu tekin. Hvort tiltekin athöfn birtist
aftur, jafnvel oft í kjölfar þeirra afleiðinga
sem hún framkallar er óvitað nema að það
sé prófað. Hvenær tiltekin athöfn er virk (e.
operant / functional) er m.ö.o. spurning um
raunprófun (e. an empirical questiori).
1 samhenginu skal einnig undirstrikaður
sá reginmunur sem er annars vegar á hinum
„klassísku” tengslum (Pavlov, 1927) þar sem
eitt tiltekið áreiti framkallar tiltekið viðbragð
(e. reflexes), og hins vegar svcigjanleiki hinna
virku -óperant sambanda Skinners, þar sem
gagnkvæmnin er breytileg3- Sveigjanleikinn
felur í sér að
a) tiltekin athöfn s.s. að nemandi rétti upp
hönd, getur framkallað ýmsar ólíkar
afleiðingar eins og að kennarinn komi,
að kennarinn fari til annars nemanda sem
kallar, að kennarinn segi nemandanum að
bíða, að kennarinn taki ekki eftir merkinu
og haldi bara áfram, eða að kennarinn
bjóði nemandanum að hafa orðið, svo
dæmi séu tekin.
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004