Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 170

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 170
168 segir: „Ég held ég kenni svipað bara eins og mér hefur verið kennt” og undirstrikar þar að fyrri námsreynsla hefur líka áhrif að því leyti að þangað sækja kennarar fyrirmyndir í kennsluháttum. Kennararnir ræddu um ýmsa fyrrum kennara sína sem fyrirmyndir af því að þeir voru einstakir kennarar, bjuggu yfir skipulagshœfni, smituðu nemendur af áhuga sínum og þekkingu á viðfangsefiú eða voru hlýlegir í viðmóti gagnvart nemendum. Þeir mannkostir sem kennarar drógu fram í fari fyrirmyndarkennara sinna voru gjarnan þeir sömu og þeir sjálfir töldu ntikilvæga og vildu gjarnan leggja áherslu á í eigin kennslu. Starfsreynsla Allir hafa kennararnir fimm starfað á sínum starfsvettvangi áður en þeir gerðust háskólakennarar og vísa í þá reynslu á einn eða annan hátt. Þeir tala um „sitt svið” eða þetta er mitt þegar vísað er í námskeið sem liggja á þeirra sérþekkingu og sérsviði. Þeir nýta þessa starfsreynslu sína beint eða óbeint í skipulagi kennslu. Einum kennara er fyrsta starfsreynslan enn í fersku minni og einkum sú tilfinning að hafa ekki kunnað neitt þrátt fyrir háar skólaeinkunnir: Eftir allt þetta nám! Ég hugsaði þetta hérna. Hvemig stendur á því? Mér gekk alltaf svo vel og ég fékk alltaf svo hátt. Síðan bara vinn ég og finnst ég ekkert kunna (hlær). Ég held að allir upplifi það ...það er bara þetta af því að þú ert ekki lengur að fá einhver heimadæmi “ Reynslu sína af starfsvettvangi nýtir kennarinn í kennslu sinni. Hann vill gjarnan undirbúa nemendur sína sem best undir það að fara að starfa á sviðinu og forða nemendum sínum frá því að upplifa sig jafn illa undirbúna og honum fannst hann vera að námi loknu: „Og hvað fannst mér ég vera alveg eins og auli þegar að ég fór að vinna og ég vissi þetta ekki! Bíddu, átti ég ekki að hafa læn þetta einhvers staðar? Og hvernig stóð á því að ég lærði þetta ekki? “ Kennarinn leggur sig mikið fram við að aðstoða nemendur sína til að sjá tengsl fræða og starfs og nýtir fjölbreyttar leiðir til þess. Hann hefur trú á að gefa nemendum tækifæri til að snerta og prufa og tekur gjarnan með sér hluti í kennslu svo að nemendur geti handfjatlað þá „Já magnesíum er léttasti málmurinn..þú veist að...þú manst ef þú hefur haldið á magnesíum og álfelgu sko...það er munur... Þú manst alltaf tilfinninguna. “ Aðrir kennarar nýta tengsl sín á starfsvettvangi til að gefa nemendum hagnýt dærni í kennslu- stundum og til að kynna fyrir nemendum nýjungar á sviðinu. Ragnar bendir á að sakir smæðarinnar eigi kennarar auðveldara með að hafa samband við mann og annan þegar koma þarf nemendum í verklegt nám eða finna þeim verkefni í atvinnulífinu. Þessi þátturerekki síst mikilvægur þegar höfð er í huga sú áhersla sem flestir kennararnir leggja á að verkfræðin sem fræðigrein verði að vera hagnýt og verkleg. Kennslureynsla Schulman (1987) hefur bent á að árangursrík kennsla hvíli á margs konar þekkingargrunni en segir að sambland af þekkingu á fræðigreininni og kennslufræði sem hann kallar kennslufræðilega fræðigreinaþekkingu, skipti sköpum í hugsun kennara. Sú þekking er ekki aðeins lituð af þekkingu heldur persónulegri reynslu kennara og því mótuð af tilfinningum (Entvvistle 1998). Kennararnir í rannsókninni geta allir auðveldlega rætt um kennslu sína og hvernig þeir skipuleggja hana og framkvæma og leita í sameiginlega þekkingar- og reynsluforða sem kalla mætti starfsþekkingu (craft knovvldge) (Leinhardt, 1990; van Driel og fleiri, 1997). Sá þekkingarforði er byggist upp af langri reynslu kennara úr eigin skólagöngu og yfirleitt orðaður með hversdaglegum hætti meðal samstarfsfélaga (Ballantyne, Bain og Packer, 1997). Kennslureynsla kennaranna er mismikil og það er greinilegur munur er á hugsun kennarans, Láru, sem er ný í starfi og hinum fjórum sem hafa kennt í 13-15 árog búa yfir langri kennslureynslu. A meðan Ingvar segist þurfa að breyta til í kennslunni af því Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.