Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 148

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Side 148
146 þess skýr merki ef leggja á áherslu á að öllum börnum líði vel og að þau njóti velgengni. Að mati ýmissa fræðimanna er ein af hindrunum fyrir velgengni nemenda af erlendum uppruna einmitt sú að skilgreining á árangri er of þröng. Wrigley (2000) fjallar m.a. um mikilvægi þess að námsmat sé skilgreint víðara en hefðbundið er. Hann bendir á að hæfileikinn að skilja, miðla og hugsa á tveimur eða fleiri tungumálum sé í sjálfu sér mikill árangur. I augum margra kennara sem starfi í fjölmenningarlegum skólum sé þetta sjálfsagður hlutur, en sé þó ein tegund árangurs af þeim fjölmörgu sem hvergi sé skráð. Annars konar árangur að mati Wrigleys er fjölmenningarleg vitund eða næmi nemenda og öryggi, hæfni þeirra til að færa sig milli félagskerfa og gildakerfa, til að sýna hluttekningu og leggja sitt af mörkum. Wrigley fjallar einnig um nokkur einkenni skóla í Englandi og Skotlandi þar sem börn af erlendum uppruna og böm í jaðarhópum í samfélaginu hafa náð góðum árangri. Þau eru eftirfarandi: • Sameiginleg heildarsýn skólasamfélagsins þarf að liggja til grundvallar skólaþróun • Námskrá þarf að vera sveigjanleg og löguð að þörfum nemenda • Vandað og sveigjanlegt nám og kennsla er það afl sem fyrst og fremst stuðlar að árangri nemenda af erlendum uppruna • Hvatning og umbun skilar eingöngu árangri ef nemandinn trúir á gildi náms og ef menning skólans viðurkennir árangur allra • Skólamenning og skólabragurþarf að snúast um meira en aga og atorku; skólamenning þarf snúast um skólann sem samfélag, innbyrðis tengsl í skólanum, tengsl skólans út á við og sameiginleg gildi. Nieto (1999) fjallar um fjölmenningarlegt skólastarf á svipaðan hátt. Hún nefnir að fjölmenningarlegt skólastarf þurfi að snúast um djúpstæðar breytingar, hjá einstaklingum, sameiginlegar breytingar og breytingar á skólum sem stofnunum. Fjölmenningarlegt sjónarhorn merki einnig styðjandi og hvetjandi samvinnu kennara og annars staifsfólks skóla, stefnumótun sem leggur áherslu á jafnrétti og réttlæti og skóla sem samfélög í samfélaginu. Slfkar breytingar þurfi því að ná út fyrir veggi skólans. Cotton o.fl. (2003) hafa bent á mikilvægi þess að skólar hafi sýn og að hún sé skráð ásamt markmiðum og leiðum að þeirri sýn. I þessu samhengi skipti miklu máli hvernig sýn skólanna sé þróuð. Er hún skráð af skólastjóranum eða fengin að láni frá öðrum skóla í nágrenninu? Eða er hún mótuð af skólasamfélaginu í heild, með þátttöku allra? Annar athyglisverður þáttur í umfjöllun Cotton o.tl er hvort eða hvernig sýn skóla endurspeglast í daglegu starfi þeirra. I umfjöllun Cotton o.fl. er að finna dæmi um þrjá skóla sem vinna að svipaðri sýn á mjög ólíkan hátt; það er engin einföld sameiginleg vinnuáætlun í þessum skólum. Það sem einkennir alla skólana er þó mikil og markviss samvinna kennara, stjórnenda og nemenda, virk þátttaka nemenda í þróun skólastarfs, áhersla á gagnkvæma virðingu í samskiptum, sem þýðir t.d. að rasismi er ekki leyfður og unnið er markvisst gegn honum í námskránni. Önnur einkenni skólanna eru víðtæk og gagnkvæm tengsl skóla annars vegar og foreldra og nánasta samfélags liins vegar, fjölbreytt námsmat, fjölbreyttar leiðir til að sýna og fagna velgengni, sveigjanlegar og lifandi námskrár, sem þýðir t.d. að hugmyndir foreldra eða annarra í samfélaginu eru nýttar til að þróa námskrár. Sand (1997) fjallar um sjálfsmynd barna af erlendum uppruna og ræðir mikilvægi þess að kennarar leiti jafnvægis milli heimamenningar bamanna og meirihlutamenningar samfélagsins. í þessu samhengi má nefna að mikilvægt er að ekki sé litið á heimamenningu og skólamenningu sem andstæður, heldur þætti sem spila saman sem áhrifavaldar í lífi barnanna (Hanna Ragnarsdóttir, 2004). Þá er einnig vert að hafa í huga að börn eru ekki eingöngu þiggjendur menningar, heldur móta eða skapa menningu Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.