Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 70

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Síða 70
68 sér. Því miður er það þó svo að framgagnskerfi háskólakennara hvetur þá fremur til að birta á ensku í alþjóðlegum tímaritum á en í íslenskum ritum. Þetta tengist spurningunni um hvaða árif rannsóknir á sviði sérþarfa og fatlana, eða menntamála almennt, hafi á þjálfun, uppeldis- og skólastarf. Svar við þessari spurningu byggist ekki á rannsóknum því þær eru ekki til, en af reynslu má fullyrða að áhrif rannsókna á skipulag skólamála, kennsluaðferðir eða persónuleg samskipti við nám og kennslu séu takmörkuð (Gretar L. Marinósson, 1997). Ein ástæða er sú að rannsóknir eru ekki nægilega vel tengdar inn í menningu þeirra stofnana sem gætu nýtt sér niðurstöðurnar. Fáar rannsóknir eru gerðar að frumkvæði skóla með fulltingi aðila sem kunna til verka við rannsóknir. Jafnvel þar sem slfkt hefur verið gert, t.d. við starfendarannsóknir, hafa viðkomandi skólar ekki hagnýtt þekkingu sem þannig fæst eða stofnanabundið hana. Fleira þarf því að koma til svo sem aukin meðvitund kennara um gildi rannsókna. Kennarar og skólar, sem oftast eru fyrst og fremst uppteknir af líðan og samskiptum nemenda sinna, leita fremur að hugmyndum að æskilegum breytingum á starfi sem byggðar eru á siðrænum meginreglum fremur en lýsingum eða greiningu á rannsóknargögnum úr skólastarfi. Kennaranám einkennist jafnframt meira af kennsluaðferðum en rannsóknarhugsun og rannsóknarhluti starfs þeirra sem vinna í kennaraháskóla hefur tilhneigingu til að hverfa í yfirvinnu. Þetta síðasta hefur löngum verið útskýrt með lélegum launum háskólakennara sem bæta þurfti upp með yfirvinnu, en með launahækkunum í síðustu kjarasamningum á það ekki lengur við aðra en þá sem yngstir eru í starfi. Þess í stað þarf að leita skýringa í stofnanalægum gildurn KHÍ, venjubundnum vinnubrögðum og takmarkaðri rannsóknarþekkingu og -færni kennara. Hið nýja framgangskerfi er smám saman að hafa áhrif í þá átt að hvetja kennara til aukinna rannsókna og birtinga. Meginniðurstöður Enda þótt sérþarfir og fötlun sé það svið menntarannsókna þar sem virkni hefur að líkindum verið einna mest hér á landi þá eru rannsóknirnar færri en eitt hundrað á sfðustu 30 árum. Þar sem fjöldinn er svo takmarkaðu og flestar rannsóknanna tengdar einstaklingum er erfitt að fjalla um hneigð í rannsóknum á sviðinu. Engu að síður má sjá grófa tvískiptingu þeirra rannsókna sem hér eru til skoðunar; annars vegar er flokkur rannsókna sem tengist hugmyndum um heildtækt skólastarf og hins vegar flokkur sem tengist hugmyndum um klíníska skoðun einstakra flokka fötlunar. I ljósi þess að stofnanabinding mennta- rannsókna er veikburða vegna takmarkaðra fjármuna, skorts á þjálfuðum rannsakendum og fáum og smáum rannsóknarstofnunum, er nauðsynlegt fyrir rannsakendur á einstökum sviðum að vinna saman. Gögnin sem hér eru til skoðunar benda til þess að hingað til hafi samstarf verið takmarkað. Rannsakendur virðast aðgreindir í þrjá hópa sem hafa nokkurt samstarf innbyrðis en lítið sín á milli: háskólakennara í sálfræði við HÍ, sálfræðingaog lækna við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og að lokum nemendur og kennara við KHI og HA. Astæður eru ekki ljósar en tengjast eflaust annars vegar hinu veikburða stofnanasamhengi sem áður er nefnt og hins vegar þeim ólíku kenningarlegu áherslum sem ríkja meðal þeirra sem aðhyllast annars vegar einstaklingslíkanið um fötlun og hinna sem aðhyllast hið félagslega líkan. Þessi tvískipting rannsóknarsamfélagsins kentur frant í meðlimatali nýstofnaðs Félags um menntarannsóknir þar sem sálfræðingar sem rannsaka fötlun og áhrif hennar á nám eru ekki á skrá enn sem komið er. Að lokum er óhætt að slá því föstu að rannsóknarstarf hérlendis á sviði sérþarfa og fötlunar sé á eftir þróuninni á öðrunt Norðurlöndum sem nemur að minnsta kosti 20 árum. Ef borið er saman við þróun rannsókna á sviðinu í Bretlandi og Bandaríkjunum erum við ef til vill á ámóta stigi og þessar þjóðir voru fyrir 40 árum. Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur 2004 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.