Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2004, Page 120
118
þannig tryggt að allir hafi haft tækifæri til að
koma sfnum sjónarmiðum að.
Til að mat geti talist sannfærandi verður
matsaðili að búa yfir nokkurri þekkingu á
viðfangsefninu. Það má vera að í upphafi búi
hann aðallega yfir þekkingu á matsaðferðum,
en að mati loknu ætti hann jafnframt að búa
yfir þekkingu á viðfangsefni sfnu (Worthen og
Sanders, 1987). Þetta krefst þess að matsaðili
kynni sér hugmyndafræðilega undirstöðu
þess sem á að meta. Sem dæmi má taka
leikskóladeild. Ef matsaðila er ætlað að meta
hver gæði deildarinnar eru þyrfti hann að
kynna sér þá hugmyndafræði sem leikskólinn
byggir á. Því væri auðvitað ákjósanlegra að
hann þekkti til hugmyndafræði og starfshátta
leikskólans þegar í upphafi, þó það sé ekki
skilyrði fyrir mati. Er þetta viðhorf í samræmi
við þá framtíðarsýn sem ýmsir hafa fyrir
matsfræðina (sjá Donaldson, 2001: Fetterman,
2001; Henry, 2001). En einnig er ljóst að
þessi þekking getur haft áhrif á trúverðugleika
matsniðurstöðu og þess hversu fólk er tilbúið
að breyta í samræmi við hana. Metandi þarf
að auðsýna á sannfærandi hátt af hverju hann
á að vera tekinn trúanlegur og að matið hafi
hagnýtt gildi og á það við hvort sem metandi
er sérfræðingur í mati eða sérfræðingur í
leikskólanum.
Hliðverðir
Hliðverðir hafa það hlutverk að gæta þess
hver fær aðgengi að ákveðnum hópum eða
stofnunum. Börn eru flokkuð í hóp sem nefna
mætti vamarlaus hópur og er að gegni að
slíkum hópum jafnan flóknara en að öðrum.
í umhverfi barna er að jafnaði formlegur
aðili sem hefur valdið á hverjum tíma. Því
þarf að tryggja samstarf við þessa aðila ef
börn eru þátttakendur í mati. Formlegur
opinber hliðvörður í tengslum við rannsóknir
og mat er Persónuvernd ríkisins. Hlutverk
hennar er lögum samkvæmt meðal annars að
hafa eftirlit og gefa umsögn um kerfisbundna
söfnun persónugreinanlegra upplýsinga í
tölvutæku formi (lög nr. 77/2000). Hliðverðir
eru auðvitað fleiri og fer eftir eðli stofnana
og rannsókna hver það er. 1 tengslum við
rannsóknir í leikskólanum eru það meðal
annars viðkomandi stjórnsýslunefndir á
vegum sveitarfélaga og rekstraraðilar. Við
utanaðkomandi mat er venjulega búið að
ganga frá aðgengi og það ætti því ekki að
vera vandamál. Sem dæmi má nefna að það
er lagaleg skylda menntamálaráðuneytisins
að láta fara fram mat á leikskólum (lög nr.
78/1994). En þó að matsaðili hafi formlegan
aðgang er ekki þar með sagt að allar dyr séu
honum opnar á vettvangi. Hann þarf jafnvel
að semja um aðgengi daglega og hann þarf að
ávinna sér traust þeirra sem taka þátt í matinu.
Að öðrum kosti er hætt við að þær upplýsingar
sem hann aflar séu takmarkaðar (LeComte og
Preissle, 1993). Hall og Hall (2004) greina frá
því að mismunur geti verið á milli þess sem
nefna mætti formlegt vald innan stofnanna
og hins raunverulega valds. Vegna þessa sé til
dæmis ekki hægt að ganga út frá því sem vísu,
að þrátt fyrir að matsaðili sé búin að tryggja sér
hjálp æðstu hliðvarða, að það eitt og sér dugi
þegar til komi.
Togstreita rannsókna
- áhrif á mat
Baráttan milli þess megindlega og eigindlega
hefur stundum verið nefnd togstreita rannsókna.
Guba og Lincoln (1998) eru á meðal þeirra
sem hafa gert tilraun til að skilgreina í hverju
þessi togstreita liggur. Þau telja raunhyggjufólk
félagsvísindanna hafa tekið viðfangsefni og
niðurstöður rannsókna út úr sínu félagslega
samhengi. Það er að samkvæmt megindlegum
fræðum sé nauðsynlegt að setja fram tilgátur
sem síðan beri að staðfesta eða afsanna í
ljósi ákveðinna kenninga. Þau hafna þessu
þrönga sjónarhomi og telja að kenningar og
staðreyndir séu algjörlega sjálfstæðar, óháðar
einingar. Á sama hátt hafna þau því að breytur í
félagsvísindum séu eða geti verið gildisfríar því
á bak við samsetningu og val á breytum liggi
mannlegar ákvarðanirog gildismat. Samkvæmt
þessu er hægt að draga þá ályktun að við
grandskoðun komi í ljós að megindlegar og
Tímarit um menntarannsóknir, 1. árgangur2004