Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 22
Anna Helga Jónsdóttir, Freyja Hreinsdóttir, Guðrún Geirsdóttir, Rögnvaldur G. Möller og Gunnar Stefánsson
3. mynd Árangur nemenda 0
á könnunarpróíi og loka-
einkunn i Stærðlræðigrein-
ingu IIB. m (o
<p
iq
T
20
marktækur munur á einkunnum kynjanna
en sá munur hverfur þegar tekið er tillit til
annarra breyta, sem þá verða marktækar
og kynið hættir að vera marktækt. Þessa
niðurstöðu má t.d. skoða í ljósi þess að
skv. rannsókn Elínborgar I. Ólafsdóttur,
Freyju Hreinsdóttur, Gunnars Stefáns-
sonar og Maríu Óskarsdóttur (2009) virð-
ast stúlkur ekki velja fög tengd stærðfræði
í framhaldsskóla nema þær hafi talsvert
hærri einkunn en drengir telja sig þurfa
fyrir sama val. Hér að framan endur-
speglast þetta einmitt þannig að munur
á frammistöðu nemenda virðist ekki vera
kynjabundinn heldur skýrist munurinn af
öðrum þáttum.
Forsjxírgildi könnunarprófsiits
Áhugavert er að kanna forspárgildi könn-
unarprófsins fyrir gengi nemenda í nám-
skeiðum í stærðfræðigreiningu. Nemend-
ur í Stærðfræðigreiningu IB, sem flestir eru
í verkfræðinámi, taka Stærðfræðigrein-
ingu IIB að lokinni Stærðfræðigreiningu
IB. Á 3. mynd má sjá árangur nemenda
á könnunarprófinu og lokaeinkunnir í
-------1--------i--------i---------r-
40 60 80 100
Könnunarprófsárangur %
Stærðfræðigreiningu IIB. Á myndina vant-
ar þá nemendur sem hættu í námskeiðinu
því að ekki er til lokaprófseinkunn fyrir þá
nemendur.
Á 3. mynd má sjá lárétta línu þar sem
lokaeinkunn er 5. Nemendur fyrir ofan þá
lfnu stóðust því lokapróf í námskeiðinu.
Aðferð Youden (Youden, 1950) var notuð
til að finna hvaða árangur á könnunar-
prófinu best væri að nota sem viðmið væri
gengi á könnunarprófinu notað ti! að spá
fyrir um hvort nemendur lykju Stærð-
fræðigreiningu IIB. Niðurstaðan var sú
að best væri að nota 50% árangur og má
sjá lóðrétta brotna línu í 50% árangri á 3.
mynd. Þeir nemendur sem lenda í kass-
anum í neðra vinstra horninu standast
hvorki könnunarprófið né lokaprófið en
þeir nemendur sem lenda í efra hægra
horninu ná báðum prófunum. Könnunar-
8. tafla. Niðurstöður könnunarprófsins og gengi í
Stærðfræðigreiningu IIB.
Stóöust Stóöust ekki
könnunarpróf könnunarpróf
Luku IIB 68 24
Luku ekkl IIB 29 83
20