Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 31
Ritrýnd grein
Tímarit um menntarannsóknir /
Journal of Educational Research (lceland) 10, 2013, 29-43
„Þetta er á langtímaplaninu hjá okkur
Kennslufræðileg forysta skólastjóra
við íslenska grunnskóla
Börkur Hansen og Steinunn Helga Lárusdóttir
Háskóla Isíands
í þessari grein segir frá rannsókn á kennslufræðilegri forystu íslenskra skólastjóra.
Tekin voru viðtöl við 20 skólastjóra við grunnskóla í fjórum sveitarfélögum. Megin-
markmið rannsóknarinnar var að svara spurningunni: Hvaða augum líta skólastjórar á
hlutverk sitt sem kennslufræðilegir leiðtogar? Niðurstöðurnar sýna að skólastjórar veita
ekki mikla beina leiðsögn, þ.e. þeir fylgjast lítið með kennslu og leiðbeina kennurum tak-
markað á vettvangi. Óbein leiðsögn skólastjóra er aftur á móti meiri. Þeir leggja áhersiu
á að skapa starfsmönnum aðstæður til þróunar í starfi, stuðla að samstarfi um nám og
kennslu, tengja kennara námskrárgerð og við þátttöku í sjálfsmati. Ætla má að þar sem
takmarkaðar upplýsingar um kennsluhætti Iiggja fyrir geti reynst erfitt að gera áætlanir
um breytingar sem beinist að því að bæta kennslu. Þessar niðurstöður eru afdráttarlaus-
ari en þær sem fram koma í TALIS-rannsókninni á vegum OECD en þar kemur fram að
um 37% skólastjóra segjast ekki rneta kennslu beint f kennslustundum (Ragnar F. Ólafs-
son og Júlíus K. Björnsson, 2009). Greininni lýkur með umræðu um að skólastjórar þurfi
að sýna meira frumkvæði og framsækni í hlutverki sínu sem kennslufræðilegir leiðtogar
og hvernig megi gera þeim það kleift.
Lykilorð: Kennslufrædileg forysta, hlulverk skólastjóra, leiðsögn.
Hagnýtt gildi: Viðfangsefni þessar greinar er kennslufræðileg forysta. Niðurstööurnar geta
nýst skólastjórnendum og fræðsluyfirvöldum sem vilja móta það hlutverk skólastjóra að veita
kennurum leiðsögn á vettvangi með markvissum hætti.
Færðar eru þakkir til Rannsóknasjóðs íslands, Rannsóknasjóðs Háskóla islands,
Menntavísindasviðs Háskóla íslands og allra annarra sem studdu rannsóknina.