Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 49

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 49
Brotthvarf og endurkoma fulloróinna í nám á framhaldsskólastigi það er tæplega réttmætt að tala um að ís- land búi við miklu meira eða jafnvel marg- falt meira brotthvarf úr framhaldsskólum en aðrar þjóðir, það er einungis hægt ef beitt er ofureinföldun í samanburði. I öðru lagi er ljóst að talsvert færri hafa lokið framhaldsskólaprófi á íslandi áður en þeir verða 25 ára en meðal nágrannalanda okk- ar. I þriðja lagi er ljóst að sérstaða íslands hvað varðar litla framhaldsskólamenntun verður minni eftir því sem miðað er við hærri aldursmörk. Því liggur beint við að breikka sjónarhornið a.m.k. á tvo vegu. Annars vegar að skoða miklu nánar gerð framhaldsskólakerfis og tengsl þess við atvinnulífið og hins vegar að skoða stærri aldurshóp en 16-20 eða 16-25. Hér er einungis minnt á fyrra atriðið sem mikils- verðan þátt í samfélagslegum bakgrunni, en síðara atriðið verður skoðað út frá fyrir- hggjandi gögnum. Tölfræði um endurkomu í nám hlargvísleg gögn sýna að „hin hliðin" á brotthvarfsvanda íslendinga felst í því að við höldum meira en nær allar aðrar þjóðir áfram að bæta við okkur menntun á fram- haldsskólastigi eftir að fullorðinsaldri er náð. Island var árið 2011 með næsthæsta hlutfall OECD-landa af fólki sem er 25-29 ára og leggur stund á nám, eða 28,8%, en Danir eru örlitlu hærri með 29,3% °g OECD-meðaltalið er 15,8% þannig að munurinn milli landa er mjög mikill (OECD, 2013, Table C5.4a. bls. 340-342.) hví miður kemur ekki fram í þessum upplýsingum hver skiptingin er milli há- skólanáms og framhaldsskólanáms, en samanburður við upplýsingar um aldur við lok framhaldsskólanáms (OECD, 2013, bls. 52) gefur til kynna að íslendingar eigi hlutfallslega fleiri framhaldsskólanema á aldrinum 25-29 ára en nokkurt annað OECD-land. Þessar upplýsingar ríma við það sem fram hefur komið í vinnumarkaðskönnun- um. Samkvæmt þeim eru íslendingar með lægra hlutfall framhaldsskólamenntaðra en flestar Vestur-Evrópuþjóðir, sé miðað við 25 ára aldur, en hins vegar stunda fleiri fslendingar framhaldsskólanám eftir 25 ára aldur en gerist í nokkru öðru OECD- landi (Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerð- ur Dofradóttir, 2009). I 1. töflu er yfirlit um fjölda helstu próf- loka á framhaldsskólastigi, skipt eftir aldri í tvo hópa, þá sem ljúka eigi síðar en árið sem þeir verða 24 ára og hina sem ljúka síðar2 í þessari töflu kemur fram að árin 2000-2009 voru 6-9% af þeim sem luku almennu stúdentsprófi 25 ára og eldri, en hlutfallið var margfalt hærra á starfsnáms- brautum. Allan áratuginn voru um 55% af þeim sem luku sveinsprófi 25 ára eða eldri, og meðal tæknistúdenta óx hlutfall 25 ára og eldri upp í meira en 50% síðari hluta áratugarins, en meðal þeirra sem luku öðru starfsnámi á framhaldsskólastigi óx hlutfall 25 ára og eldri upp í 40%. Þessum tölum fylgir áðurnefndur vandi - að þar er um talsverðar tvítalningar að ræða þar eð margir ljúka meira en einu lokaprófi úr framhaldsskóla - en þær sýna þó greini- lega að um helmingur þeirra sem ljúka starfsnámi og starfstengdu námi gerir það eftir að þeir eru orðnir 25 ára. Þessar tölur um próflok ríma vel við það sem kemur fram í vinnumarkaðskönnunum (þar sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.