Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 67
Timarit um menntarannsóknir /
Journal of Educational Research (lceland) 10, 2013, 65-84
Ritrýnd grein
Uppeldishugmyndir
Rousseaus í kynjafræðilegu ljósi:
Afturhaldssemi, kvenfyrirlitning
eða byltingarkennd framsækni?
Guðný Guðbjörnsdóttir
Háskóla íslands
I tiiefni af þriggja alda minningu Jean-Jacques Rousseau og að 250 ár cru frá útkomu bóka hans
Emile og Sanfélagssáttmálinn er hér fjallaó um uppeldishugmyndir Rousseaus í kynjafræðilegu
ljósi. Spurt er um kjamann í uppeldishugmyndum hans fyrir Emile og Sophie eða pilta og stúlkur
og hvcrs vegna menntun Sophie er oft slcppt í nútímaorðræðu, og afleiðingar þcss. Athugað er
hvemig femínistar og aðrir fræðimenn hafa bmgðist við Emile allt frá Wollstonecraft (1792) til
vorra daga. Sýna viðhorf Rousseaus að hann var bam síns tíma, að hann var kvcnfjandsamlegur
cða getur hann talist framsýnn í kynjafræðilegu Ijósi? Viðbrögðin við Emile ou De l'éducation
hafa verið mikil allt frá útkomu bókarinnar 1762 þegar hún var bannfærð af kirkjunni. Mis-
munandi menntun Sopiiie og Emiles var fyrst andmælt af Wollstonecraft, sem taldi nauðsynlegt
að Sophie yrði mcnntuð sem skynsemisvera cins og Emilc, bæði til að sinna móðurhlutverkinu
vcl og til að viðhalda hjónabandinu. I síðari tíma orðræðu um uppeldishugmyndir Rousseaus
er mcnntun Sophie gjaman slcppt, og þar með þcim áhrifum sem menntun hennar átti að hafa
á Emile. Um leið hafa dekkri hliðar á hugmyndum Rousseaus lítt verið dregnar fram, cins og
vald lærimeistarans yfir þeim Emile og Sophie og réttlæting á valdbeitingu í hjónabandi. Þessi
einfoldun er rangtúlkun á kcnningu Rousseaus og sögu menntahugmynda. Það er niðurstaða
höfundar að Emile sé upplýsandi rit um menntun kynjanna í sögulcgu ljósi og það endurspegli
hefðbundin kynhlutverk þess tíma, kvenfyrirlitningu og ýki eðlislægan kynjamun. Með örlögum
söguhetja sinna í síðari ritum sýnir Rousseau fram á að menntun Emile var ekki fullnægjandi
fyrir hann sem samfélagsþegn og menntun Sophie gerði hana hvorki hæfa sem einstakling né
samfélagsþegn. Þessi heildarmynd hefur verið túlkuð sem framsækin eða byltingarkennd vís-
bending frá Rousseau til framtíðar um að bæði kyn taki sem jafnastan þátt í fjölskyldulífi, at-
vinnulífi og stjórn samfélagsins. Að lokum er stutt hugleiðing um hvemig það að læra til telpu og
drengs í kenningum Rousseaus endurspeglast í nútímaorðræðu um menntun drengja og stúlkna
250 árum síðar.
Lykilorð: Rousseau, kyrtjuö uppeldissýn, Emile, afíurhald, kvenfyrirlitning, byfíingarkennd framsýni.