Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Blaðsíða 92
Guðrún V. Stefánsdóttir
Tafla 1. Atvinnuþátttaka
Fyrir diplómunám Eftir diplómunám
Atvinna Fjöldi nemenda Hlutfall Fjöldi nemenda Hlutfall
Störf tengd diplómunámi 11 28,5% 21 54%
Fristundaheimili/Félagsmiöstöö 2 5% 6 15,5%
Leikskóli 5 13% 6 15,5%
Grunnskóli 0 0% 2 5%
Bókasafn 4 10,5% 5 13%
Störf á vettvangi fatlaðs fólks 0 0% 2 5%
Önnur störf á alm. vinnumarkaöi 5 13% 7 18%
Verksmiðja 1 2,6% 1 2,5%
Mötuneyti 2 5,2% 2 5%
Verslun 2 5,2% 4 10,5%
Verndaöir vinnustaöir 7 18% 8 20,5%
Atvinnulausir 3 7,5% 2 5%
i háskólanámi 0 0% 1 2,5%
Úr framhaldsskóla/skóla 13 33,5% 0 0%
Samtals 39 100% 39 100%
vemda þátttakendur eru nöfn þeirra ekki
notuð og í einstaka tilvikum er lýsingum á
aðstæðum breytt til að koma í veg fyrir að
þeir þekkist.
Niðurstöður
Frá niðurstöðum rannsóknarinnar er
greint í fjórum köflum sem endurspegla
þau meginþemu sem komu í ljós við grein-
ingu gagnanna. Kaflarnir eru: atvinnu-
þátttaka, reynsla af háskólanámi, val á
atvinnu, stuðningur og félagsleg þátttaka
á vinnustað.
Atvinimprítttnkn
Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa
ljósi á atvinnuþátttöku útskrifaðra dip-
lómunema. Fyrsta skrefið var að fá upp-
lýsingar um það hvort þau hefðu fengið
vinnu, við hvað og hvernig þau fengu
vinnuna. Enn fremur var kannað hvað
þau hefðu verið að gera áður en þau hófu
námið. Niðurstöður sýna að 28 (72%) af 39
útskrifuðum diplómunemum eru í starfi
á almennum vinnumarkaði. Þar af eru 21
(54%) í starfi sem tengist viðfangsefnum
diplómunámsins, eða í leikskóla, á sviði
frístunda, á bókasafni eða í aðstoðar-
störfum á vettvangi fatlaðs fólks. Átta
þátttakendur (21%) vinna á vernduðum
vinnustað, tveir voru án atvinnu (5%)
og einn í námi (3%). í rannsókninni var
einnig kannað hvað nemendur höfðu haft
fyrir stafni áður en þeir hófu námið. Fólkið
hafði mismikla reynslu af atvinnuþátttöku
þegar það hóf námið og í því sambandi
má skipta hópnum í þrennt. í fyrsta lagi
90