Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 101
Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlun sem lokið hefur starfstengdu diplómunámi frá Háskóla fslands
fjölbreyttari námskeið sem styrktu starfs-
tengingu námsins hefðu þurft að vera í
boði. Þá er umhugsunarvert að átta þátt-
takendur (20,5%) voru að vinna á vernd-
uðum vinnustöðum þegar rannsóknin var
gerð en eitt af meginmarkmiðum náms-
ins er að stuðla að fullri þátttöku í sam-
félaginu, þar með talið atvinnuþátttöku
(Guðrún V. Stefánsdóttir, 2011). Þeir sem
voru að vinna á vernduðum vinnustöðum
virðast, enn sem komið er, hafa haft litla
möguleika á að fá vinnu á almennum
vinnumarkaði. Spyrja má hvort ástæðan
fyrir því sé að einhverju leyti kerfislæg,
þ.e. að hagkvæmt sé að ákveðinn hópur
þiggi þá þjónustu sem er fyrir hendi, en
erlendar rannsóknir benda til að sú sé oft
raunin (Cimera, 2008). Þá kom einnig fram
í niðurstöðum rannsóknarinnar að mörg-
um af útskrifuðu nemunum sem störfuðu
á almennum vinnumarkaði hafði ekki
staðið til boða að skipta um vinnu þrátt
fyrir vilja og áhuga. Hið opinbera kerfi
virðist ekki vera hvetjandi að þessu leyti
og oft var reynt að draga úr fólkinu og það
hvatt til að halda áfram í þeirri vinnu sem
það hafði. Ekki er ólíklegt að efnahags-
legu ástandi í samfélaginu sé eitthvað
um að kenna en margir virðast líta svo á
að kreppan eigi hlut að máli. Þá kemur
fram að styrkja þurfi kerfi eins og atvinnu
með stuðningi en niðurstöður benda til að
stuðningur við fólk með þroskahömlun
á almennum vinnumarkaði sé oft tilvilj-
unarkenndur, of lítill og í sumum tilvikum
letjandi. Þessar niðurstöður eru samhljóða
íslenskum rannsóknum sem beinst hafa
að fólki með þroskahömlun á almennum
vinnumarkaði (Anna Einarsdóttir, 2000;
Kristján Valdimarsson, 2003; Margrét
Magnúsdóttir, 2010).
Út frá þeim niðurstöðum sem hér hafa
komið fram má álykta að gera þurfi úr-
bætur í atvinnumálum fólks með þroska-
hömlun, annars vegar þurfi að auka
atvinnumöguleika og fjölbreytni og hins
vegar þurfi að efla stuðning og stuðla að
breyttum viðhorfum á vinnustöðum og
hjá þeim sem veita stuðning. Þá má lfka
benda á mikilvægi þess að efla samstarf
milli Háskóla íslands og vinnumarkaðar-
ins, þar með talið við AMS, og stuðla með
því að markvissari undirbúningi í framtíð-
inni fyrir atvinnuþátttöku fólks sem lokið
hefur diplómunámi frá Háskóla íslands.
99