Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Síða 116
Hanna Ragnarsdóttir og Halla Jónsdóttir
þó lægri prósenta en hjá þeim sem ótt-
ast að verða óvinsæl eða að missa trúnað
vina sinna. Niðurstöður varðandi fullyrð-
inguna Ég óttast að geta orðið óvinsæl(l)
eru á þann veg að 17% svarenda eru mjög
eða frekar sammála henni á meðan 76,5%
eru frekar eða mjög ósammála. Nokkuð
áþekk skipting sést í niðurstöðum varð-
andi fullyrðinguna Ég óttast að tapa trún-
aði vina minna. Þar eru 20,9% svarenda
mjög eða frekar sammála á meðan 71,1%
eru frekar eða mjög ósammála. Þær niður-
stöður benda til þess að þátttakendur finni
til öryggis gagnvart vinum sínum.
Margbreytileiki og sainskipti
Hér verður fjallað um svör við fullyrðing-
um í viðhorfakönnuninni er snerta viðhorf
til margbreytileika samfélagsins og sam-
skipta. Athygli er annars vegar beint að
svörum við fullyrðingum er snerta viðhorf
til fjöimenningarsamfélagsins almennt og
hins vegar til samskipta einstaklinganna í
samfélaginu. I fullyrðingum er snerta fjöl-
menningarsamfélagið almennt er vísað til
fordóma, mikilvægis margbreytileikans
fyrir íslenskt samfélag, jafns réttar þegna
samfélagsins og hvort sjálfsagt sé að taka
tillit til margbreytileikans í samfélaginu.
5. tafla Rasismi (kynþáttafordómar) á aldrei rétt á
sér.
Fjöldi %
Mjög sammála 692 76,9
Frekar sammála 117 13
Frekar ósammála 36 4
Mjög ósammála 33 3,7
Veit ekki 22 2,4
Svarar ekki 4 0,4
í 5. töflu kemur fram að tæplega 90%
þátttakenda eru mjög eða frekar sam-
mála fullyrðingunni Rasismi (kynþátta-
fordómar) á aldrei rétt á sér en tæplega
8% svarenda eru frekar eða mjög ósam-
mála og tæplega 3% segjast ekki vita það
eða svara ekki. Nokkur hluti svarenda
telur þannig að rasismi eigi rétt á sér og
má velta fyrir sér hvað felst raunverulega í
þeirri afstöðu. Tengist hún fjölmenningar-
samfélaginu almennt og umfjöllun eða
skorti á umfjöllun um það eða má e.t.v.
rekja hana að einhverju leyti til neikvæðrar
fjölmiðlaumfjöllunar um innflytjendur eða
tiltekna hópa innflytjenda? Svör við full-
yrðingunni um mikilvægi margbreytileika
samfélagsins í 6. töflu eru að sama skapi
athyglisverð.
6. tafla Það er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að
þar búi fólk af ólikum uppruna
Fjöldi %
Mjög sammála 179 20,0
Frekar sammála 374 41,7
Frekar ósammála 119 13,3
Mjög ósammála 47 5,2
Veit ekki 177 19,8
Svarar ekki 8 0,8
Tæplega 62% þátttakenda eru mjög
eða frekar sammála fullyrðingunni Það er
mikilvægt fyrir fslenskt samfélag að þar
búi fólk af ólíkum uppruna en 18,5% eru
frekar eða mjög ósammála og tæplega 20%
segjast ekki vita það. Þannig eru hátt í 40%
svarenda frekar eða mjög ósammála því að
margbreytileiki í uppruna fólks sé mikil-
vægur fyrir íslenskt samfélag eða óvissir.
Velta má fyrir sér hvað felst í þessari svör-
un og tengingu hennar við svör við öðrum
fullyrðingum, svo sem í 7. töflu.
114