Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 117
Samskipti ungs fólks í fjölmenningarsamfélagi
7. tafla Innflytjendur eiga aó hafa minni rétt til
atvinnu hér á landi en aðrir íslendingar á timum
atvinnuleysis
Fjöldi %
Mjög sammála 102 11,4
Frekar sammála 177 19,8
Frekar ósammála 235 26,3
Mjög ósammála 297 33,2
Veit ekki 84 9,4
Svarar ekki 9 0,9
Svör við fullyrðingunni Innflytjendur
eiga að hafa minni rétt til atvinnu hér á landi
en aðrir íslendingar á tímum atvinnuleysis
í 7. töflu eru á þann veg að rúmlega 31% er
mjög eða frekar sammála en tæplega 60%
eru frekar eða mjög ósammála fullyrðing-
unni. 9,4% svarenda segjast ekki vita það
og 0,9% svara ekki. Þannig eru um 40%
svarenda mjög eða frekar sammála eða
óvissir um hvort innflytjendur eigi að hafa
minni rétt til atvinnu en aðrir íslendingar.
I þessari svörun birtast neikvæð viðhorf
til jafnréttis í fjölmenningarsamfélaginu
og eru þau á töluvert annan veg en svör
við fullyrðingunni um að taka eigi tillit til
ólíkra hefða fólks í 8. töflu.
8. tafla Pað er sjálfsagt að taka tillit til ólikra hefða
fólks eftir menningu og trú.
Fjöldi %
Mjög sammála 451 50,2
Frekar sammála 342 38,1
Frekar ósammála 39 4,3
Mjög ósammála 27 3
Veit ekki 39 4,3
Svarar ekki 6 0,6
Meirihluti þátttakenda er mjög eða
frekar sammála fullyrðingunni Það er
sjálfsagt að taka tillit til ólfkra hefða fólks
eftir menningu og trú í 8. töflu eða rúm-
lega 88%. Rúmlega 7% eru frekar eða
mjög ósammála, en rúmlega 4% segjast
ekki vita það. í þessu svari felast nokkuð
skýr jákvæð viðhorf til jafnréttis í samfé-
laginu, á þann veg að þar skuli ríkja visst
umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileik-
anum, þó túlka megi fullyrðinguna með
ýmsum hætti. Að það sé sjálfsagt að taka
tillit til ólíkra hefða fólks eftir menningu
og trú birtist þó ekki á sama hátt í full-
yrðingunni Það er sjálfsagt að öll trúfélög
fái að blómstra og meðal annars reisa
bænahús, þar sem tæplega 58% svarenda
eru mjög eða frekar sammála því á meðan
rúmlega 24% eru frekar eða mjög ósam-
mála því og rúmlega 14% segjast ekki vita
það. Hugsanlega hefur fjölmiðlaumfjöllun
undanfarin ár um byggingu bænahúsa
áhrif á svörun við þessari fullyrðingu.
Þegar spurt er um þátttöku og völd fólks
með erlendan bakgrunn í stjórnmálum
eru niðurstöður nokkuð líkar ofangreindri
fullyrðingu. Svör við fullyrðingunni Mér
finnst sjálfsagt mál að fólk með erlendan
bakgrunn komist til valda í stjórnmálum
skiptast þannig að rúmlega 65% eru mjög
eða frekar sammála henni en tæplega 19%
eru frekar eða mjög ósammála og tæplega
16% segjast ekki vita það.
í fullyrðingum er snerta samskipti ein-
staklinganna í könnuninni og greint er frá
hér á eftir eru viðhorf til fjölbreytileikans
almennt jákvæðari en viðhorf sem birtast í
framangreindum fullyrðingum og tengjast
jafnri stöðu og völdum einstaklinga í fjöl-
menningarsamfélaginu.
Svör við fullyrðingunni Mér finnst lær-
dómsríkt að eiga vini af ólíkum uppruna í
115