Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 128

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Side 128
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir unum skorti að nokkru leyti þekkingu og skipulag til að koma til móts við börnin og styðja þau til náms, en einnig að samstarfi heimila og skóla væri nokkuð ábótavant. Kom það m.a. fram í skorti á upplýsinga- gjöf og gagnkvæmum skilningi milli for- eldra og skóla. I niðurstöðum rannsóknar Sólveigar H. Georgsdóttur og Hallfríðar Þórarinsdóttur (2008) á skipulögðu iþrótta- og tómstunda- starfi meðal innflytjendabarna í Breiðholti kemur fram að ýmsar ástæður voru fyrir því að börn voru ekki í íþróttum. Af þeim má nefna að börn sem voru tiltölulega ný- komin til landsins voru gjarnan feimin og veigruðu sér við að hefja íþróttastarf með ókunnugum og allmörg sögðust ekki hafa áhuga á íþróttum. Einnig kom fram að for- eldrar voru almennt jákvæðir gagnvart því að börnin stunduðu íþróttir og hreyfingu, en þá skorti upplýsingar um íþróttastarfið. Niðurstöður spurningakannana meðal grunnskólanema veita mikilvægar upp- lýsingar um stöðu margra innflytjenda- barna í íslenskum skólum og samanburð á stöðu þeirra og íslenskra jafnaldra. í niður- stöðum PISA (Programme for Internation- al Student Assessment) á íslandi 2006 og 2009, þar sem metin er færni í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði og birtar eru í tveimur skýrslum Námsmatsstofnunar, kemur fram munur á frammistöðu innfly tj- endabama og innfæddra í grunnskólum á íslandi (Almar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson og Júlíus K. Björnsson, 2007; Al- mar M. Halldórsson, Ragnar F. Ólafsson, Óskar H. Níelsson og Júlíus K. Björnsson, 2010). Fram kemur mikill munur á færni í öllum greinunum milli innflytjenda og innfæddra, mun minni þó í stærðfræði en í lesskilningi og náttúrufræði og eru þær niðurstöður samhljóða niðurstöðum í mörgum þátttökulöndum PISA. Þá hafa megindlegar rannsóknir Þór- odds Bjarnasonar (2006, 2010a, 2010b) á líðan barna í 6., 8. og 10. bekk í grunnskól- um á íslandi varpað ljósi á stöðu barna af erlendum uppmna í grunnskólum. Þór- oddur hefur tekið þátt í evrópsku rann- sóknateymi sem kannar hagi og líðan inn- flytjendabarna. Niðurstöður hans sýna að unglingar eru tvöfalt til þrefalt líklegri til að eiga í erfiðleikum í skólanum ef erlent tungumál er talað á heimili þeirra. Af framangreindri umfjöllun má ráða að félagsleg staða innflytjendabarna og barna í minnihlutahópum er víða veik og ýmsar hindranir em fyrir þátttöku þeirra í tómstundastarfi bæði hérlendis og erlendis. Af niðurstöðum íslenskra og erlendra rannsókna má jafnframt ráða að huga þurfi að úrræðum sem tengjast bæði skóla- og tómstundastarfi til að styrkja félagslega stöðu innflytjendabarna. Aðferð Gögn sem þessi grein er byggð á eru, eins og áður segir, fengin úr viðamikilli rann- sókn á vegum Rannsókmr og greiningar. Spurningalisti var lagður fyrir alla nem- endur í 5., 6. og 7. bekk allra grunnskóla á íslandi í febrúar 2011 en í árgöngunum eru skráðir 12.467 nemendur. Ekki er um að ræða úrtakskönnun, heldur var spurn- ingalistinn lagður fyrir allt þýðið. Alls fengust gild svör frá 10.971 nemanda í 5.-7. bekk á landsvísu sem jafngildir 88% svarhlutfalli. Svör barnanna eru í þessari samantekt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.