Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Qupperneq 130
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
2. tafla Hversu marga vinl eða vinkonur áttu i skólanum?
Vinátta Eingöngu íslenska og annaö Eingöngu annað
islenska móðurmál talað móðurmál en íslenska
töluö á heimili á heimili talað á heimili
Engar vinkonur Engir vinir 0,6% 1% (18) 2,8%
Fáar vinkonur Fáir vinir 6,3% 10,5 10,7%
Nokkrar vinkonur Nokkrir vinir 20,1% 26,2% 21,4%
Margar vinkonur Margir vinir 36,8% 33,9% 38,5%
Mjög margar vinkonur/ mjög margir vinir 36,1% 28,4% 26,6%
er talað heima stunda þó skák og dans af
sama þrótti og aðrir jafnaldrar.
Hafa ber nokkra fyrirvara við lestur
niðurstaðnanna. I fyrsta lagi eru hóparnir
þrír ekki sambærilegir að stærð. í öðru lagi
er erfitt að alhæfa um orsakatengsl þótt
munur sé á svörum hópanna eftir tungu-
máli töluðu heima því það geta verið aðrar
breytur að verki sem skipta máli en ekki
er spurt um. Ekki var spurt um efnahag
heimilis, en ráðstöfunartekjur á heimilum
geta haft áhrif á líðan, hegðun og þátttöku
í skipulögðu frístundastarfi svo dæmi sé
tekið.
Hér verður fjallað um svör barnanna
við spurningum um fjölda vina, samveru
um helgar og eftir skóla, spurningum um
að vera skilin útundan og spurningum
um stríðni. Fleiri áhugaverðar spurningar
voru lagðar fyrir nemendahópana og í
rauninni voru svör þeirra við nær öllum
spurningunum á þann veg að félagslega
hallaði á börn þar sem annað móðurmál
en íslenska var talað á heimilum en eins
og áður segir verða hér eingöngu tilteknar
spurningar teknar til nánari umfjöllunar.
Félagsleg tengsl
Vinátta: Skýr munur kemur fram á svörum
hópanna þegar þau eru spurð um fjölda
vina eða vinkvenna í skólanum eins og
fram kemur í 2. töflu.
Ef svör barna á heimilum þar sem ein-
göngu íslenska er töluð eru skoðuð má sjá
3. tafla Hversu oft ert þú meö vinum eöa vinkonum þinum eftirskóla eöa um helgar?
Með vinum eftir skóla Eingöngu íslenska töluð á heimili íslenska og annað móðurmál talað á heimili Eingöngu annað móðurmál en islenska talað á heimili
Aldrei eða næstum aldrei 5,7% 8,0% 11%
Sjaldan 8,8% 12% 13,8%
Stundum eða oft 85,9% 79,9% 75,1%
128