Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2013, Page 132
Hrefna Guðmundsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir
5. tafla Á hvada slöðum er þér helst stritt: I triminútum á skólatóðinni?
Stríöni í frímínútum Eingöngu íslenska töluö á heimili íslenska og annað móöurmál talað á heimili Eingöngu annaö móðurmál en íslenska talaö á heimili
Aldrei 69,5% 56,9% 49,2%
Næstum aldrei 17,3% 20,3% 19,9%
Sjaldan 6,3% 9,8% 12,7%
Stundum 4,3% 8,5% 12,7%
Oft 2,6% 4,5% 5,5%
sem annað tungumál en íslenska er talað
hvað varðar fjölda vina, að vera skilin út-
undan og vera strítt.
Þegar börnin voru spurð hvort þeim
væri strítt á leið í og úr skóla og tekin eru
saman svör þeirra sem segja að það gerist
stundum eða oft, þá á það við um 6,9%
barna þar sem íslenska er móðurmálið tal-
að heima, 13% barna þar sem íslenska og
annað móðurmál er talað heima og 18,2%
barna þar sem eingöngu annað móðurmál
en íslenska er talað heima segja að það ger-
ist stundum eða oft að þeim sé strítt á leið
í og úr skóla. Sjá nánar í 6. töflu
Niðurstöðurnar sýna að það eru tvöfalt
og oft þrefalt meiri líkur á að barn verði
fyrir stríðni ef annað móðurmál en ís-
lenska er talað heima.
þntttaka ííþróttum
í spurningakönnuninni voru börnin spurð
að því hversu oft þau æfðu eða kepptu í
íþróttum með íþróttafélagi, af hverju þau
hefðu hætt að stunda tiltekna íþrótt og
einnig var spurt um áhrif kostnaðar á þátt-
töku þeirra.
Fyrst verða skoðuð svör nemendanna
við því hversu oft þau reyna á sig líkam-
lega þannig að þau mæðast og svitna, sjá
7. töflu.
Ljóst er að það er mikill munur á svör-
um barnanna og að það hallar á börn af
heimilum þar sem annað móðurmál en ís-
lenska er talað. Að svitna aldrei né verða
móð á þannig við um 5,2% barna þar sem
eingöngu íslenska er töluð heima, 9,8%
barna þar sem íslenska er töluð auk ann-
ars móðurmáls, en 23,4% barna þar sem
eingöngu annað móðurmál en íslenska er
6. tafla Á hvaóa stöðum er þér helst stritt: Á leið i og úr skóla ?
Strítt á leiö i og úr skóla Eingöngu íslenska töluö á heimili íslenska ásamt ööru tungumáli Einungis annaö móðurmál á heimili
Aldrei 69,5% 56,9% 49,2%
Næstum aldrei 17,3% 20,3% 19,9%
Sjaldan 6,3% 9,8% 12,7%
Stundum 4,3% 8,5% 12,7%
Oft 2,6% 4,5% 5,5%
130